Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Birtir til..með snjónum?

Ekki benda á mig!

IMG 0200Um leið og ég tók þessa mynd kallaði ég..hvor ykkar á kærustu og þetta var útkoman.

Hef verið svolítið að spara mig og legið mikið undir feld og útkoman varð sú að þar er ekki skemmtilegt að vera, líkaminn ekki að þola svona mikla hvíld og bara óhollt að setja sjálfan sig á bið!    Minn ektakarl bara tiltölulega hress og nú er það myndataka eftir tvær vikur og síðan á þriggja mánaðar fresti.  Ekkert kemur lengur á óvart og púsluspilið er svo miklu stærra að það tekur ekki einu sinni að vera að plana neitt því af nógu er að taka sem getur truflað allt þannig að við setjum bara annað..hvort annað og eitthvað nýtt á listann yfir það sem við viljum gera...og stefnum þangað.    Litla systir að plata mig með sér til Lon..don og ég held bara að ég láti platast. 

Bara það að hetjan mín eigi rauða mola sem ég er arfa vitlaus í gerir það að verkum að ég er stöðugt að koma við hjá henni...og nú er svo komið að hún fer að fela þá fyrir mér...en hún hefur gaman af og þykist hafa einhver not fyrir mig

IMG 0177

Fréttir af afleggjurum eru þær..að fíkillinn búin með þrjá mánuði og er aðeins farin að fikra sig í mömmuhlutverkið..sjómaðurinn enn á sjó, háskólaneminn á fullu í prófum, hetjan komin með nýja liðveisluSmile, eldri stjúpsonur náði bóklega bílprófinu og sá yngri í U16 úrtakinu, ömmusonur kominn á fullt í boltann, yngri ömmusonur varð þriggja ára og prinsinn kominn á fullt að plana afmæli..sem er ekki fyrr en í janúarInLove

..þar til næst

    


Rétta leiðin

Engar fréttir eru bara góðar fréttir..og orkan hefur farið í það að halda öllu á floti.

Minn kæri frændi lést eftir stutt og erfið veikindi og í hjarta mínu gleðst ég yfir því að það er hægt að fá að deyja...þegar öll reisn er farin og þjáningar orðnar það miklar að viðkomandi er ekki hann sjálfur vegna verkjalyfja. En þarna fór maður sem vildi ekki lifa lífinu upp á aðra kominn...en mikið mun ég sakna hlátursins og brandararana um alla í kringum hannHeart

   Mesta álagið þessa dagana eru aðilar út í bæ sem endilega vilja vera að eyða tíma okkar í að spjalla um allt og alla...vissi bara ekki hvað margar stofnanir byrjuðu á Barna...e-ð fyrr en þessa dagana.  Vona virkilega að öll börn fái þessa athygli sem ömmusonur minn fær og ef okkar mál þurfa svona mikinn tíma....vááá...er það furða þótt við lesum um sorgleg mál sem ekki hafa fengið umfjöllun einhverjar nefndar út í bæ vegna tímaskorts....halló....nefndin var kannski með mig á heilanum!   Nú er ég samt bún að lesa allar reglur og lög um svona mál...en að ég eigi að svara þeirri spurningu á blaði hvaða reynslu ég hafi af barnauppeldi...og var ég þá búin að skila skýrslu um öll mín mál..Smile..þá mun það taka einhverja einstaklinga marga daga að lesa yfir þá reynslusögu!   

picture.jpgMinn kæri ektakarl bara hress...vinnur og þrífur hér á fullu..virkilega kúgaður eigninmaður að

margra mati og margir ekki að skilja það hvað hann hefur gaman að því að þrífa baðherberginWhistling Hann hittir doksann sinn í næstu viku þar sem verður farið yfir framhaldið.... ..einn skammtur eftir og svo myndataka.  Þetta er það nýtt lyf að enn er verið að prófa sig svolítið áfram með það hér á landi en minn maður hefur hitt aðra heilakrappameins..einstaklinga sem eru á allt öðrum skammti en hann...sem gerir hann svolítð órólegan.  

Fíkillinn minn komin úr meðferð..á áfangaheimili og búin að vera dugleg a pakka sínu saman og flytja sitt dót.  Hún setur markið á að vera þarna í hálft ár og taka eitt skref í einu....ekki einn dag..heldur eitt skref!   Ömmusonur ánægður með að  fá að hitta hana oftar og ég er þarna komin með nýtt hlutverk en það er að vera nr.2 þegar mamman er á staðnum.  Geri það fyrir litla karlinn að fá að upplifa það að hafa mömmuna sína sem aðalnúmerið.

Sjómaðurinn er enn á sjó....búnn að koma tvisvar í land og fara aftur...meira en hann hefur gert áður ...og hann er jákvæður..þó sjóveikin hafi verið að gera út af við hannSideways

Ég sjálf er að vinna í tossalistunum mínum þar sem margt skrýtið og skemmtilegt hafði rampað á ...og júlí listinn er búinn og er komin langt með ágúst snepilinn. Hlutir sem skipta máli en samt ekki nógu mklu til að ég leggi allt undir.   Merkilegt hvað ein draumaferð til Ísafjarðar getur truflað mitt daglega líf ...en hún var einmitt á ágúst listanum sem ég er að vinna að....og rættist vonandi núna í vetrafríi skólans.

Þar til næst... 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband