Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

að flytja saman.

Prinsarnir hér á heimilinu taka upp á mörgu og slóðin oft á eftir þeim út um allt hús..en þeir eru í leik og það má ekki trufla.  En í þetta sinn var eitthvað meira að gerast, hlutir færðust til og sá litli var sendur niður til að ná í þvegil og aftur kom hann niður með e-ð í poka sem sem fór í ruslið.  Já hugsaði ég nú er verið að taka til og það á að koma mér á óvart..og þóttist ekki heyra  neitt.  En hávaðinn jókst og skipunartónn eldri prinsins varð meira áberandi, hans var valdið og nú átti að hlýða.  Kallað var á minn ektakarl því þeir sögust ekki vera nógu sterkir...og upp fór einn af sömu tegund sem hafði kraftana.  Hávaðinn hélt áfram og svei mér ef ég heyrði ekki e-ð brotna og stunur og niðurbælt blót endurkastaðist niður til mín.  Svo koma að því að mér var boðið í veisluna....þessir drengir höfðu semsagt ákveðið það að flytja saman......og þarna voru tvö rúm, hlið við hlið... með þessa yndislegu drengi brosandi allan hringinn...stoltir af ákvörðuninni og ætluðu sko að vera vinir alla tíð.  InLove

Ömmusonur sem hefur ekki sofið meter frá mér undanfarið ár..hefur þroskast... tók þarna þátt í þessari ákvörðun...ætlaði ekki að missa af tækifærinu að vera nálægt stóra frænda sínum.       Enda talaði hann um það næsta morgun að hann hefði nú stækkað mikið um nóttina....að vera svona langt frá mér.           

Prinsinn minn þarna að gefa þvílíkt af sér...sá fram á skemmtilega tíma að hafa einn sem lítur upp til hans og þeir geta þá brallað meira saman með lokaða hurð og er búinn að læra að það er meira gaman að hafa félagsskap!

Ég bíð bara áfram á stoppustöðinni eftir næsta ævintýri!


líf, bros og takkaskór!

Til þeirra sem hafa saknað mín!

Sérhverjum degi

má haga svo

sem væri hann

síðastur allra

og ævin á enda.

Gefi okkuur Guð

í ofanálag einn dag enn,

þá skulum við taka honum

fagnandi.

°             Seneka

 

Ég hugsa oft til ykkar,hvað get ég sagt við ykkur, fáránleg heitin í ruglinu orðin svo mikil að söguþráðurinn er orðin það flókinn  að það er ekki fyrir neinn mann að skilja hann. 

Við erum hér...vildum svo geta sagt e-ð betra en hver var það annars sem sagði okkur að þetta yrði létt..en oft er það samt gaman...og fyrir marga sem ekki skilja það þá er hægt að brosa, hlæja og stunda sína vinnu...því hitt er ekkert betra ...hitt hvað... og hvað með það....fótboltamót hjá prinsinum á morgun og hann vaknar spenntur til að kíkja hvað Stúfur hefur skilð eftir sig.  

Guðmóðir hans ...(þetta hlutverk InLove.....er þarft í dag)....fór með hann í bæjarferð..og ekki nein von um að hann uppljóstri um hvað fór fram og ég má sko ekki kíkja í pokann. ...en þessir heimalningar mínir, ömmusonur, heimasæta og prinsinn fóru öll  í heimsreisu....og við skötuhjú gátum farið af bæ......og tekið út kærustupar sem endilega vilja vera par...mín lærði þar að koníak er ekkert svo slæmtHeart

Takk fyrir góðar hugsanir...

Þar til næstInLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband