Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Er allt farið?

Síminn hringdi um hálf tólf.....minn maður kominn inn á vöknun og allt gekk svona glimrandi vel....allt æxlið náðist og nú er bara að láta það ganga svona vel áfram sagði doksinn.   Hann sagði að bara á þremur árum hefur tækninni fleygt það fram að nú væri hægt að....útbúa nokkurs skonar hnattlíkan af höfðinu..meinið staðsett og svo er farið inn með þessum nýju tækjum.  Eins stytti það aðeins aðgerðina að doksi fór í hjólförin frá fyrri aðgerð..opnaði titan dyr..og þar fyrir innan beið skemmda vínberið eins og það er kallað á þessu heimili.  Fór svo og hitti minn ástkæra um þrjú og hann var feginn að sjá mig....held að á viðkvæmum stundum hafi hann álitið að hann mundi bara ekki hitta neinn á ný.  Pirraður, svangur og með höfuðverk..sagði hann og ég átti bágt með mig að segja ekki en ekki hvað kallinn minn!   Hann sagðist hlakka til að koma heim og uppgötva hvort við hin gætum dekrað við hann en það er hans hlutverk hingað til að dekstra við okku öll.   Kíki á hann aftur í kvöld með öll knúsinn sem hann hefur fengið í gegnum mig í dag...þá er gott að eiga góða að sem koma og sitja yfir gersemunum hér heima á meðanHeartHeart

Prinsinn hefur verið upptekinn í allan dag..fótboltaæfing og afmæli og undravert að sjá hvað allt þetta umstang á foreldrum og systkinum raskar lítið hans ró.   Hann spyr..vill fá svör og svo inn á milliHalli litli sefur upp í á milli mömmu og pabba.  Ömmusonur þurfti nú endilega að taka upp á því að slasa sig í morgun...tennur fóru í gegnum tunguna... og þegar leikskólakennarinn hringdi..þá var amma gamla ekkert að æsa sig yfir þessu og bað hana að skola munnunn..setja ísmola upp í hann og hún fékk að vita að ég  mundi ekki sækja hann.    Já..svona er lífið á þessum bæ InLove

Hönd í hönd

Það er komið að því sem ég hef ýtt á undan mér í langan tíma...ég og prinsinn liggjum hér saman upp í rúmi en minn ektakarl kominn upp í spítalarúm.  Önnur aðgerðin sem hann fer í en það eru rúmlega þrjú ár síðan hann fór í þá fyrri en fjögur ár síðan hann greindist með æxli í heila. Það æxli reyndist vera að hluta þriðju gráðu æxli en því miður líka af fjórðu gráðu.   En það hefur ríkt kyrrð þarna á þessu svæði þar til nú. 

Minn ektakarl var hress og ákveðinn að lesa fyrsta kaflann í bók sem ég gaf honum og vildi ekkert að ég væri að hanga yfir honum....vildi fá frið til að fara að lesa.

Ekki get ég nú sagt að ég hafi verið góð ektakvinna í dag.. stakk af til Egilsstaða til að kynna nýjan kjarasamning og verð nú að segja að um stund vissi ég ekki hvort ég kæmist í bæinn í kvöld vegna veðurs.  Þarna snjóaði og mikill vindur var og að keyra yfir til Djúpavogs...og tilbaka...en á skiltinu yfir Fagradal stóð óveður!   Ég ákvað að loka augunum og segja ekki neitt og treysta þessum frábæra bílstjóra en eyrun námu öðru hvoru því að engar stikur sæust...og erum við réttu megin.  En ég komst heim í fangið á mínu fólki....og til þess að skutla mínum manni á spítalann....hmm já rétt svo. Blush

Upplifi svolítð eins og heimilið sé í sóttkví...fólk forðast að hringja..og alls ekki að tala við minn mann.  Er það þannig sem maður getur látið eins og ekkert sé að...engar óþægilegar hugsanir skjótast fram og allt er í sómanum....eða kannski alveg óþarfi að ræða það sem lítið er?

 Á morgun...veit ég að ég ætla mér að kenna fyrstu tvo tímana...og sjá svo til.Heart


Á sama tíma..hvern morgun

Vanagang...hvað er nú það.  Ætti nú ekki að koma mér neitt á óvart þegar hlutir sem ganga upp..ganga svo alls ekki upp.  Ég er augsýnilega hætt að kippa mér upp við margt sem annað fólk mundi tapa sér yfir.  Þolmörkin orðin hærri og oft kem ég sjálfri mér á óvart með ró minni yfir fáránlegustu uppákomum. Nema þetta séu bara svona góðar varnargirðingar sem ég er búin að koma mér upp?

 Sonur minn eldri birtist hér allur skrámaður eftir handtöku lögreglunar og atburðarrásin var það fáránleg að jafnvel ég sagði bara já já!   Hann fékk ekki að hringja eitt símtal eins og maður upplifir í bíómyndum, ekki læknishjálp og var svo yfirheyrður seint næsta morgun.  Þarna fékk líka lögreglustofnunin aðgang að honum og gat birt honum stefnu vegna vangoldinna sekta og honum ber að sitja af sér fjóra daga í fangelsi..hmm hugsaði ég þegar ég las það...eru ekki öll fangelsi full og á að eyða plássi í svona vesaling! Blush

 Minn ektakarl er á fullu að undirbúa sig undir aðgerðina sem verður gerð á miðvikudagsmorgun...enda þá sólahringur í það að margir svæfinga og skurðstofu hjúkrunarfræðingar hætta störfum. Skammtíma minnið  aðeins farið að versna og hann þarf að fara að skrifa meira niður það sem er sagt við hann og það sem hann þarf að gera.

Hann fer út á línuskauta...og kemur heim aumur og skakkur..hann fer mikið út að ganga og svo elskar hann heimilsverkin meira en venjulega þessa dagana InLove  Doksi segist geta farið inn á sama stað og síðast þannig að það verða kannski e-ð færri heilafrumur sem verða fyrir hnjaski.  Minn ektakarl segir að það sem hann kvíði mest fyrir er að geta ekki geispað í svo og svo langan tíma eftir aðgerðina.   Gott ef það er ekki meira til að hafa áhyggjur af. 

 Prinsinn fékk að sofa hjá vini sínum í gærkveldi og við skötuhjúin sáum fyrir okkur notalegt kvöld...sofnuð fyrir tíu eða e-ð svoleiðis...huggulegt. Tounge   En nei nei ömmustrákur vildi ólmur fá að leyfa frænku sinni að sofa núna hjá okkur...enda hann oft búinn að fá að sofa hjá henni og nú væri komið að henni,  Hér þýddu ekkert þau rök um að afi hans(my ex) væri nú pabbi hennar...enda frænka hans alveg sammála um það að hún þyrfti að fá að prófa þetta og það voru ánægðir krakkar sem hlupu yfir til að ná í náttföt og alles handa dömunni.  Kvöldið endaði með því að minn ektakarl og ömmusonur voru sofnaðir en ég og litla daman...sem er jú líka litla systir dóttur minnar og mikill svipur með þeim...lukum við að horfa á Óskar hákarlabana.     

En vangagangurinn hélst í morgun þegar ömmusonur vaknaði á sínum tíma 6:30...til að ná í blöðin fyrir ömmu gömlu.W00tW00t


Hvað ræður för!

stigi upp,,,,Þessi mynd segir margt en Katarína tók hana í einni ævintýraferðinni út í Víetnam en þetta klöngraðist hún með sína fötlun og var ansi aum og skrámuð á eftir.  Táin er enn á sínum stað Crying en yfirleitt eru það fæturnir sem fara illa á þessi brölti í henni.  Brölt er orð sem hún mundi nú ekki kalla það..þetta er lífið hjá henni og það sem henni finnst skemmtilegast þessa stundina.  Alveg væri ég til í að vera hjá henni..klifra klifra klifra hærra og láta hana ráða för!

Þessi mynd segir ekkert hvar tröppurnar enda eða hvað bíður þarna uppi...enda er það hluti af spennunni.   

Þessi mynd lýsir líka lífinu hér á heimilinu þessa dagana...aðgerðin verður gerð á mínum ektamanni í næstu viku en doksi vill gera frekar rannsóknir áður og kortleggja svæðið betur.  Erum búin að segja  prinsinum okkar hvað er framundan...og það var erfitt.  Hann trúði mér fyrir því í morgun eftir að pabbi hans var farinn í vinnuna að ég væri ekki að skilja alvöruna í þessu öllu...mamma ..hann á bara eftir að versna ...versna hvernig spurði ég....mamma trúðu mér hann á bara eftir að versna í skapinu.

 Flest annað gengur sinn vanagang.....InLove


Von og meiri von..

Þreyta sagði til sín í dag eftir að vinnu lauk og það var eins og ég hefði tekið sjálfa mig niður af herðatré..og ég lá krumpuð í klessu á gólfinu.  Minn ektakarl hafði heyrt frá Jakopi lækni að æxlið væri hægt að fjarlægja en Aron heila.....skurður er ekki landinu en væntanlegur á þriðjudag.  Held að ég upplifi þetta eins og um frábærar fréttir...gleði..gleði!   Held líka að minn karl sé á þeirri línu að meðan eitthvað er gert þá er eitthvað að gerast gott.   Prinsinn skildi ekkert í múttu sinni að þurfa að leggjast í 10 mín...já bara 10m mín. upp í sófa með lokuð augun og þurfa ekki að segja neitt.  Hey mamma ég á að mæta á fótboltaæfingu....vertu ekki svona mikill letipúki....ég sendi honum marga kossa í huganum þar sem hann tautaði yfir þessu framkvæmdaleysi móðurinnar InLove

Fór svo til hennar elstu minnar og knúsaði hana en hún er á fullu að safna fyrir enn einni Danmerkurferðinni....og það gengur það vel að hún er búin að panta flugið, hótel og velja sér liðveislu til hjálpar.  Hún er mín fyrirmynd því þolinmæðin sem þessi unga kona hefur...og vissan um að þetta takist hjá henni er aðdáunarverð.  Þolinmæðin er viss von...von um að eitthvað gott gerist..hvað sem það svo verður. 

Knús til þin!


Slæmt er það!

Fréttirnar voru ekki góðar...ekki samt það versta en slæmt samt.

Annað æxli komið þar sem leifarnar af því fyrra var.  Fáum að vita vonandi fyrir helgi hvort það sé skurðtækt en það nær ansi innarlega svo við verðum að vona það besta.   Ég sendi ektakarlinn aftur út til að vinna því það gefur ekki góða raun að hafa hann heima agnúast út í forlögin...en hugurinn er á fullu við að leysa vandamál sem þetta hefur í för með sér. 

Afleggjarnir okkar fá að vita þetta í dag en litli prinsinn ekki fyrr en þegar við vitum hvað verður gert.  Knús á línunaHeart


ring ring..

Koss til þin Katarína fyrir að hringja og eins og er...er  leiðin upp á við Heart

 

 

 

 

 


Meiri barátta...

Ég hef  einhversstaðar gert vitlausan samning um mína lífsleið..það velur enga þessa sem ég er á held ég....hlýt að hafa tekið rangan stíg eins og hún dóttir mín kallar það í Vietnam.

This life must be a test, if it were the real thing we'd be given better instructions.

En auðvitað hljóta stigarnir margir að hafa verið réttir...en ein ákvörðun um e-ð hún leiðir alltaf til annarar er það ekki?

Annasöm vika hjá mér liðin og því miður lítið verið við kennslu, samningamál og þing Kennarasambandsins, gubbupest ofan í það, eldri sonurinn kyrfilega fallinn og týndur en tjáði mér að fíkniefnaskuldir væru það miklar að hann sæi enga lausn úr þessu.  Nú svarar hann ekki síma og lætur ekkert vita af sér. Við pabba hans ætluðum að tala saman í dag og reyna að hafa upp á honum sem vonandi tekst og einhver vilji svo taka við honum en lífsneistinn hvarf úr augunum á honum smátt og smátt þegar hringurinn þrengdist og enga vinnu að fá.

 Minn ektamaður fór í sína reglulega myndatöku til að fylgjast með vexti æxlis sem eftir varð í höfðinum á honum...og nú kom að því...Undecided..eitthvað er að gerast þar svo nú er það frekari rannsóknir á mánudag.  Það er einhver að segja okkur að við höfum ekki nóg að gera...getur það verið.  Hann tekur þessu illa og talar um að hann nenni ekki í aðra aðgerð...en hvað annað viltu gera spurði ég hann?   Þýðir ekkert að hugsa á versta veg...fáum ekkert að vita fyrr en á þriðjudag svo við söfnum orku þangað til.

Hinn fíkillinn minn er að gera það gott og stendur sig vel og það sem er kannski frábærast er að upplifa hvað hún er hamingjusöm..með Guði og er að vinna í sjálfum sér og sínum tómleika eins og hún kallar það.  Vill draga alla með sér á samkomur..en gott mál.

Ömmusonur er búinn að vera hjá pabba sinum þar sem amman er alltaf að fundast e-ð og veit ekki hvort okkar var ánægðari þegar ég náði í hann í gær á leikskólann. 

  InLove Prinsinn minn skipuleggur nú alltaf okkar kúru stundir...og lætur pabba sinn skera niður ávexti og dekra við okkur á allan hátt.  Við reynum bara öll að dekra við hvort annað þessa helgina og svo sjáum við bara til.

Fimm ára draumur.

Hann er fimm ára í dag.Breki

Ömmustrákur hélt upp á daginn í gær með fullt hús af fólki sem virkilega sýndu honum hvað það þýðir að tilheyra stórri fjölskyldu. Amma og afi i næsta húsi gáfu honum nýtt hjól  með pabba hans og það var stoltur maður sem fór svo út að prófa það seinna um daginn!

Hetjan í Vietnam...hringdi og sagði frá svo ótrúlegu ævintýri sem engin nema hún gæti einmitt lent í.  Málið var að hún og vinkona ætluðu að skoða einhvern merkisstað og vegna fötlunar sinnar ákváðu þær að fara á eigin vegum svo þær gætu ráðið ferð!!Crying   Til að gera langa sögu stutta þá ...eftir margra tíma göngu upp í móti uppgötvaðist að þær hefðu  á einhvern hátt snemma í göngunni  farið vitlausan stíg og voru sem sagt á leið á hæðsta tind landsins.  GrinGrin   Segist vera með ansi auman skrokk og margar rispur!  Hugs Katarína.
 


Kýli þig bara og hvað um það!

Í skólum landisns hefur það verið litið mildum augum ef nemendur misþyrma öðrum nemendum...litið framhjá því ..smá tiltal kannski? Hvenær verða árekstrar á milli nemenda misþyrmingar og hvenær köllum við það einhverjum mildari orðum.  Fer um mig óhug að lesa þessa frétt því vandamálin aukast hér á landi og lítð um lausnir. 
mbl.is Ætluðu að ræna kennaranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband