Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

bland í pokanum!

bræðurEf við erum ekki sætustu bræðurnir...þá má hún amma bara eiga sig.  Frábært að fá að hafa þá saman hér og þó allt sé á öðrum endanum, hávaði og rifist um hver á að fá að sofa í millunni þá er þetta nú gæðatími fyrir alla.  Ömmusonur eldri átti nú erfitt...og var farinn að dæsa því annar lítill karl fékk lánað  ömmuhjarta.   "Amma,,  fer hann bróðir minn ekki að fara...skrýtið þetta líf..þetta eru bræður og hittast bara alltof sjaldan þannig að það er um að gera að fá það besta út úr því.

Sumir hér tala um að vera fyrstir og aðrir segja histir þegar verið er að meina að allir séu bara þyrstir!

Hef bara ekki skilið það afhverju börn fæðast ekki með túlkara-band á enninu...það mundi nú minnka misskilning...amma ég er fyrstur..já kallinn minn...þú ert alltaf fyrstur..!  Æiii amma ég er fffyrstur!

Í ellinni mun ég gefa út bækling fyrir fyrstu  ömmubörninTounge.. gera lífið aðeins léttara fyrir alla og auðvelda ömmum lífið.

Sjómaðurinn minn kom við seint í gærkveldi og kom með þvílíkar kræsingar að mamma fsikurgamla..ég...var fram á nótt að gera að, hausa og flaka og planaði um leið næstu matarboð í huganum.  Þessi ungi maður vill vel og skilur ekkert í því þegar ég hringi og hef áhyggjur af líðan hans...hann er með mér í liði...við höldum þessu batteríi uppi og eins gott að hann hrynji ekki.  Hvert fer ég þá?

 Ektakarlinn hefur ekkert að gera...... en samt nóg því það sem ég skrifa á miða fyrir hann á morgnana vinnst nú ekki og hef ég lúmskt gaman af.. því ekki vantar viljann en dagurinn líður og hann er á fullu að hitta aðra kalla sem eins er ástatt með.

Hann er samt fastur í hjólförum kvíða  og er á biðstofunni í huganum, bíða eftir einhverju sem kannski verður og hvað með það þó að það verði.  Við förum öll í sömu átt og held að það séu fáir sem fá að ráða för!    Myndataka eftir tvær vikur og ég rassskelli minn mann ef allt er í hæga gangi ...sem það verður...og fer fram á það að hann fái einhverja hjálp...og nú er ég bara að hugsa um að ég haldi þessari litlu geðheilsu sem ég tel að ég haldi enn.   Samt alltaf einhverjar góðar og skemmtilegar uppákomur hér.  Barnaverndarfólkið..mafían..nefndin er búin að gefa grænt ljós á okkur, við megum semsagt fara að ala upp ömmuson, okkur er treyst til þess og gæðastimpill komin á okkur.   Nú loksins getum við þetta, erum búin að fá átta tlraunir og ættum að vera komin með þekkinguna og reynsluna.  Hvað erum margir sem geta sagt það að þeir hafi réttindin og þeim sé ..at last..TREYST!

HeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeartHeart..eitt hjarta fyrir hvern afleggjara.

Þar til næst...InLove

 


tvö þúsund og níu...?

IMG 0303Nýtt ár kemur með e-r spennandi verkefni...ekki ætla ég að efast um það...

Ef ég ætti val þá mundi ég vilja skjóta voninni hátt á loft og held ekkert hugsa um annað.  Heilsan ekki góð hjá mörgum hér og ég geng á marga veggi í leit að einhverju til að styðja mig...en það kemur dagur á morgun og svo annar eftir það..en ég gafst upp á því að láta sem allt væri í lagi..á ekki nógu stórt teppi til að breiða yfir það allt en allt annað ....er í lagi     

 

Ektakarlinn fær það í afmælisgjöf á morgun að við hin ætlum að fara með hann í bíó..já og leyfum honum að velja...en þar sem Bond karlinn er bannaður litlum drengjum sem eru myrkhræddir þá er von til þess að okkar sjónarmið komist að.

Prinsinn á svo tíu ára afmæli eftir nokkra daga...og viðræður eru strax hafnar um það hvort hann megi bjóða öllum bekknum eður ei....ég hef vinninginn hér...býð upp á ratleik sem endar með óvæntum leynigesti sem íslenska þjóðinn dáir...en þar til er gaman að eiga þessar rökfærslur við ungan pilt!

Gleðilegt ár

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband