Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Njótum okkar

Engin sem tekur það af  mér að ákveða marga hluti, eins mikið og ég oft óska þess að einhver rödd komi undan koddanum  mínum og segi.....Inga gerðu nú þetta eða þetta verður þú að gera í dag eða gera ekki......og þetta segi ég því  það verður erfitt að gera það sem ég að öllum líkindum þarf að gera seinna í dag.

Sjaldan séð eftir nokkrum hlut, ónærgætum orðum, gjörðum jújú...en hvað gerir kella sem talar hraðar en hún hugsar.  Löngu búin að fatta það að grasið er ekkert grænna þarna hinu megin ...bara meira vökvað þegar ég horfi yfir.

Mínum ektakarli líður ekki vel, taugaverkir í öxl að fara með hann og doktorarnir tala um margt en gera lítið....en nóg af pillum sem virka ekki eins og þeir vilja.  Eins er hann ekki ánægður með mig þessa dagana en ég er í því að minna hann á hluti....en í upphafi var um það samið að allt ætti að vera skrifað í litla bók sem hann gæti litið í við og við....en hann er að upplifa það að hann muni ekkert, klúðri öllu og standi sig bara ekki.  En málið er að hann er að standa sig vel, fer á fætur, sinnir allt of miklu og meira að segja lagði í að reyna að púsla saman playmobil....með annari.   En hann er kvalinn og líklega eins og margir karlmenn er það ekki gott mál að vera síkvartandi en ég fæ jú að heyra það..og í mikum mæli sem ég fer með lengra þegar mér er farið að blöskra.

Yngri ömmusonur hefur verið hér í óskilum ...engin sem sækir hann og hann valhoppar hér á milli mín og afa síns sem býr í næsta húsi, hæstánægður með allt þetta fólk sem vill svo vera í samskiptum við hann.  En nú í dag verður gert út um þetta ....foreldrar og ég mætum til Sýsla og málin verða rædd.  En eins gott að allir mæti.    Fíkilinn mamma hans enn í Kotinu, var hér á aðfangadagskvöld og það var það fyrsta í nokkur ár þar sem værð var yfir minni og okkur  öllum reyndar því við vorum búin að ræða það að þetta yrði nú kannski breytt að ári, njótum stundarinnar og ekki hugsa lengra.

Minn ektakarl hættur að vera í fyrsta sætinu hjá mér, allt of mikið að gera við að fara með bíl í skoðun, viðgerð, tannlæknaheimsóknir og svo þegar þessi frábæri karl minn var farinn að þrífa ísskápinn sinn á fjórum fótum þá hugsaði ég nei nú fer ég aftur að hugsa um mig....og mætti í tíma.  Flókið mál að sinna, létt að segja og skrifa en mitt að afreka.

Takk fyrir allar góðu hugsanirnar og stuðninginn á liðnu ári...vi ses!

InLove...þar til næst..2010


það sem ég er að hugsa..sem er....

Slappleiki, minnisglöp og miklir verkir...allt þetta herjar á minn ektakarl!  Fundir með mörgum aðilum í vikunni og svo ætla ég að leggjast í sófann með fætur upp á við.

Las skemmtilega færslu í morgun sem ég vildi deila með ykkur....en sá bloggari er þar á sömu línu og ég hugsa núna svo ég bendi á hana.....Lífsgangan

http://naflaskodun.blog.is/blog/naflaskodun/

Halo..þar til næst

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband