Bloggfærslur mánaðarins, september 2010

Krummi kominn í hús!

hope.jpgFlutt á neðri hæðina..svo nú verð allir gæjarnir með efri fyrir sig!

Þvílíkt sem ég get nú afrekað ein hér heima þegar ég sef ekki...já held að þreytan sé að hverfa og þessi ákveðna kella sé að koma aftur í ljós...hún er þarna, nokkur lög af fitu og hreyfingarleysi en spegilinn lýgur ekki....ég er stórkostleg manneskja.     Þetta sagði ömmusonur við mig þegar ég var að láta einn af hans draumum rætast!

Stórkostleg.....frábært orð!

Ég fékk líka að heyra það þegar ég kom færandi hendi heim....með það sem minn ektakarl hafði dreymt um að eignast í langa tíð...og við allar eðlilegar aðstæður hefði ég aldrei fyrir mína litlu peninga látið rætast en hvað gerir góð eiginkona ekki fyrir sinn ástmögur....en við öll ætluðum reyndar að gefa honum þetta um jólin síðustu en það tókst ekki fyrr en nú.   Uppstoppaður hrafn.....er nú við höfðagaflinn hjá mínum karli....mér hryllir við honum en sælu svipurinn á manninum er ekki eðlilegur....og hann er farinn að tala við krumma!  Gamall vinur þarna kominn?

 Nýjasti prinsinn í hópnum er fæddur og fékk lukkutöluna okkar, fæddist þann 13 sept.  Það réttist aðeins úr mínum ektakarli við það ..og nú þarf að láta sauma Þróttarbúning í xxxxs.

 Allir að gera það gott og Jesú í Norge er þvílíkt að slá í gegn  hjá minni þar úti.   Heyrum lítið í Afríku- búanum....fésið segir bara frá jammi....en e-ð var hún nú búin að kenna mér á skypið þannig að við gætum talað meira saman...en hún er nú bara búin að vera í mánuð....og nei nei ég er ekkert farin að sakna hennar...enda búin að hertaka herbergið hennar.

engin tími til að hanga hér....InLove...ses


venjuleg þreyta eða öfug þreyta....

Hvernig hefur þú það spurði móðir mín mig um daginn.   Ég velti fyrir mér smá stund...hvort ég ætti að leggja á hana svarið en ákvað svo að hlífa henni ekki við það..  

'Eg er bara svo þreytt!

Þreytt var svarið....afhverju ertu þreytt og ég fékk hláturskast því að öllum þá er það ekki hún mútta mín sem skilur andlega þreytu...og ég er ekki að meina það illa að hlæja af henni en málið er að flestir aðrir í kringum mig segja ....já þú átt það svo inni, eða komin tími til að leyfa þér að vera þreytt. Mamma mín alveg yndisleg...ég er bara ekki vön að vera þreytt, er klettur...get allt og geri flest.  Auðvitað er hún smá áhyggjufull yfir hennir dóttlu sinni sem henni finnst vera gera of mikið.   En það eru forréttindi að eiga mömmu....og mín er á sér hillu hjá mér!

Ég fann ágæta grein um þreytu...tengda gigt sem skýrir svolítið hvað þreyta getur verið misskilin.

 1. Innbyggð þreyta

2. Timburmanna"þreyta

3. Skyndileg þreyta

4. Veðurtengd þreyta

5. Örmögnun

6.Hátt uppi" þreyta

7. Þreyta sem kemur í bylgjum

8. Þreyta sem tengist öðrum líkamlegum orsökum

9. Gleymskuþreyta

10. Þreyta sem orsakast af streitu, sorg og kvíða

11. Þreyta sem orsakast af svefnvandamálum   (http://www.gigt.is/lif-og-heilsa/threyta/

Margt þarna sem margir geta mátað sig við en svei mér að frá því....að áður en mín elsta fæddist held ég að ég hafi ekki getað sofið svona eins og ég geri núna.   Sef vel á nóttinni....kem strákunum í skólann og ýti mínum ektakarli út í sínar æfingar....hugsa svo um allt sem ég ætla að gera en læðist upp og byrja á bókin góðu en er komin inn í draumalandið eftir nokkrar mínútur.....og sef fram yfir hádegi.   Bara frábært að geta það....aldrei getað þetta svona áður.    En dagur eitt í tiltekt var í dag og þá var ekkert sofið..og með tiltekt á ég ekki við að taka til eða þrífa...nei tiltekt á mér...hitta fólk, fara í sund, hot joga...og jú aðeins...ég er að koma mér fyrir í herbergi heimasætuna, mála og flytja dót milli herbergja.  

045_1025151.jpgÖmmusynirnir í hæðstu himnum....fengu boð á frumsýningu á Sveppa og það var eins og ég væri með tvo unglinga því spegilinn og gelið í hárið var mikið notað.

Heimasætan hringdi áðan....jól hjá múslima fjölskyldunni hennar og hún hljóp út og keypti sér einn kjól til að vera nú fín eins og öll fjölskyldan en þetta er nýtt fyrir henni því yfirleitt eru engin jól....og þessi jól einkennast víst af miklum mat...og svo meiri mat!

Sjómaðurinn í Færeyjum hringdi líka....kom í land með stóran skurð á fingri sem skipstjórinn varð víst að sauma út á sjó en hann var ánægður því múttan hans góða hafði sent honum pakka og hann var eins og lítill snáði ....einmitt þú mamma sagði hann...týpískt af þér að senda mér nammi kossa. Kissing

Já og eins og þau finni þetta á sér þessir afleggjarar mínir þá hringdi fíkillinn minn líka...lætur vel af sér í Norge en þangað fór ég með hana í síðustu viku á meðferðarheimili sem Jesú í Noregi vildi fá hana inn á og hún er að aðlagast....í landinu þar sem hún fæddist á þjóðhátíðardegi Norðmanna.  Þar sá ég margt...lærði margt og varð líka rosalega stolt...stolt af því að í þetta sinni var það ég sem vorkenndi mér en hún ...dóttlan mín...fíkilinn minn....helt fast utan um mig og sagði mamma..takk fyrir að koma mér hingað.  Tárin láku þegar ég gekk frá húsinu...afhverju veit ég ekki...en hún var að drepa sig hér....er þarna...og ég bara vona að ég sjái hana aftur...en ekki fyrr en eftir svona ár.

Við erum öll að standa okkur, ektakarlinn minn kannski þó mest því hann er farinn að skokka um hverfið, lamaður .  Hann kann gæsina vel, get, ætla og skal!  við táruðumst bæði og hvað með það þó hann hafi yfirkeyrt sig...að geta hlaupið...það vita þeir sem hann þekkja að skiptir hann öllu máli. Næst er það fótbolti....stofnar lið þeirra sem eru lamaðir öðru megin sem hlýtur að þýða að 22 mega vera inni í hvoru liði. ..ef við teljum nothæfa fæturGrin.

En við þessi skrif er ég að uppgötva...afhverju ég er svona þreytt..já mér var stolið í síðustu viku af hluta brúðarmeyja minna og þær koma mér virkilega á óvart...ég sem fæ yfirleitt að skipuleggja.  Þreyta nr. 6 er í gangi núna!

009.jpg

 

Leðja, hverir, kartöfluvinarbrauð, Sóleyjarbúð, og Hafið bláa.   Sá sem á vini er ríkur..sá sem á vini sem leggja á sig að stela fólki, hlæja, gráta og dreypa á hvítvíni er forríkur.

Hlakka til að fara í næstu þjófaferð...og þá verða fleiri með í för að mig grunar en við eigum stefnumót við fugl einn...en meira um það  seinna.

019.jpg












InLove ...ses

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband