Að tapa fyrir lífinu er ekki ósigur !

Jáháá.. 6 mánuðir og 15 dagar síðan minn Ektakarl tapaði lífinu. Hann vildi ekki tapa en vissi fyrir löngu að það var engin ósigur þegar það gerðist hvað sem hann og ég vorum ósamála um framvindu lífsins. 

Hann vildi fá að kveðja með þeim sem stóðu með honum, skildu að hann yrði minnislaus, ruglaður, þekkti ekki viðkomandi og þeim sem komu við heima og sáu hann eins og varð og tóku honum eins og hann varð vegna sjúkdómsins. Við vissum og höfðum tíma til að átta okkur á hvernig sjúkdómurinn gæti þróast...en um leið gátum við talað um það að okkar nánustu mundu kannski ekki fylgja okkur. Þetta var það sárasta...því eins og okkur þótti vænt um vini og ættingja þá var erfitt að setja þá inn í stöðuna og lika erfitt fyrir þá að skilja að tíminn var lítill og ÉG vildi nota þann tima fyrir minn Ektakarl, börnin okkar dýrmætu og mig sjálfa...þannig að ég lá heilu tímana og horfði á minn karl sofa, lykta af honum, tala við hann, tjá honum ást mína og telja í hann kraft að hvað sem mundi gerast ... þá yrði þetta allt í lagi. Allt í lagi!  

En í dag er þetta í lagi...sorgin er gríðarleg og ég er ferlega góður leikari.

En samt..ég sakna hans meira en sorgin er að segja mér. Erfiðast finnst mér hvað vinir hans.. sakna hans mikið þegar þeir sjá mig..,en það var líka það sem við vorum búin að tala um og það sem er fáránlegt í dag er að ég upplifi að vinir hans sakna hans meira en ég. Ég hafði 10 ár til að undirbúa mig..en minn Ektakarl hafði trú á mér og sumir hlutir sem hann vildi að ég héldi áfram að gera í hans nafni...geri ég.

Góður og gamall vinur hans er að bjóða okkur strákunum ...í sorgarferð eins og við köllum það og við ætlum að fara og upplifa eins og hann mundi vilja að við gerðum..strákarnir hans, stjúpsynir mínir sem eru ekkert nema gæðablóð eins og pabbi þeirra var, sonur okkar sem er algjört  yndi, dekurrófa eins og bræður hans kalla hann og fóstursynirnir tveir. Veit ekki hvernig ég hefði það í dag án þeirra allra. Rík og full af minningum um góðar stundir sem ég vil viðhalda hjá þeim öllum. 

 

embarassedEf það væri eitthvað sem ég vildi að fólk gæti lært af okkar reynslu þá væri það þetta sem allir hafa heyrt...lifðu lífinu í dag, faðmaðu fólkið þitt í dag, eyddu peningunum í dag, hvernig viltu að fólkið minnist þín, talaðu um dauðann,njóttu ástarinnar, njóttu þín.

 

Hver sagði að Lífið yrði létt......no one!

 

!


Frasinn..lifa lífinu ..hann stendur fyrir sínu enn


Hugsa jákvætt...horfa á það sem við eigum í stað þess sem við eigum ekki..og þannig nýtur maður þess miklu meira. Neita því ekki að þetta er erfitt.

Við veljum hvað við viljum og hvernig við gerum hlutina..látum ekki aðra velja eða hugsa fyrir okkur og við sjáum hlutina miklum frekar í réttu ljósi ef við ráðum förinni.   Margt fólk sem vill meina að það viti betur hvernig við ættum að lifa lífinu og oft á tíðum þarf ég að passa mig hvað ég segi við fólk þegar það fer að bulla og segja svo mikla steypu að ég á bágt með mig.

Ef við  höfum trú á okkur og því sem við viljum gera þá  upplifum við sigra í stað ósigra..það að tapa fyrir lífinu er ekki ósigur...við töpum öll ef við hugsum þannig og það er ekki góð tilfinning að tapa. Hugrekki er að horfast í augu við það sem við óttumst og að taka  smá áhættu við og við gefur lífinu lit.

 Ekki fresta því sem þig langar...gerðu það núna.

Breytingar eru ekki allar slæmar frekar tilfinningarnar sem fylgja þeim...fara aðeins út fyrir örugga svæðið...það er visst öryggi að vera fastur á sínu...en prófa aðeins að fara út úr rammanum...kannski sérðu  hlutina í öðru ljósi og þá verða kannski til breytingar.

Við verðum að horfast í augu við lífið..afhverju er það svona gleðilegur atburður þegar nýtt líf fæðist...en um leið sorglegt þegar það kveður...en ef við snúum þessu við..og þegar litla barnið fæðist þá erum við um leið að segja að það muni deyja..... Hugrekkið er að horfast í augu við staðreyndir.  Brosa meira því það fær áhyggjurnar aðeins lengra í burtu frá þér.

Ég er kvíðin en ég verð að takast á við hann með öllum þeim ráðum sem ég bý yfir...sum fáranlegri en önnur.  Geðveiki mundi ég kalla það að fara með tvo drengi  að heimsækja heimasætuna í Brighton, viku áður en hún á að skila mastersritgerð en vitandi það að ég sé fallega andlitið hennar þegar hún vaknar og líklega fæ ég að svæfa hana og ná úr henni mesta stressinu, það kannski hjálpar mér veit ekki með hana en eins gott að hún skili samt á réttum tíma.

Skil karlinn minn eftir í góðum höndum dóttur og með fullt af verkefnum þannig að hann á ekki möguleika á að sakna  mín.

Mig langar að setja allt á HOLD en það er víst ekki neitt sem ég fæ ráðið við svo ég fer í annað en ég er kvíðin og mig langar að leggjast undir sæng og öskra en er löngu búin að uppgötva að það hjálpar ekkert...lífið bíður og það er ég að reyna að lifa eftir og koma áleiðis til strákana okkar. Ef ektakarlinn stendur uppi og þá stend ég uppi...og eins held ég að ef  ég leggst ekki í kör þá stendur hann uppi....og svo það að hlaða á hann verkefnum Wink það hefur hjálpað til.

InLove...heyrumst eftir Brighton ferðalag

 


Upphafið á krabbaferðinni

 

 throttur_1207090.jpg

Fyrir nokkrum árum hélt minn ektakarl að hann væri örugglega með hæfileika sem miðill, hann sæi oft gamlar konur í húsakynnum hjá fólki og heima hjá okkur sat alltaf gömul kona í sófanum að hans sögn og það var orðið þannig að hann bauð henni stundum góðan daginn!

Ég að sjálfsögðu gerði óspart grín af þessu í mínum vinahóp sem samanstóð af góðum vinkonum og alltaf fékk ég sama svarið frá þeim að ég væri bara ekki nógu góð við hann Sigga en á sama tíma skellihlógu þær af þessu andabrölti í honum.   Gekk svo langt að ein af þeim sem vildi fá hann til að mála þakið fyrir sig neitaði að vera heima því hún var alveg viss um að hann sæi e-ð heima hjá henni.

Það sem ýtti undir þessa hugmynd hjá honum var að oft heyrði hann raddir eða rödd og oft á tíðum fannst honum hann kannast við þessar raddir en á sama tíma fékk hann oft vont bragð í munninn.  Verst þótti mér nú þegar hann var að mála bratt þak og hann fann þetta hellast yfir sig að þá hélt hann í skortsteininn og lagði sig allan fram við það að reyna að heyra hvað þessi rödd væri að segja honum.  Sjaldan sem hann skildi röddina.

Og alltaf hlógum við af þessu..bæði við hjónakornin og vinahópurinn...því lýsingar voru þess eðlis.

Svo var það eitt kvöldið sem minn karl skilaði sér ekki í rúmið en oft sofnaði hann í sófanum þreyttur og já líklega hjá þessari gömlu konu þegar ég hugsa það í dag..þarf að ræða þetta við hann.   Minn vani var að kalla á hann úr rúminu og það virkaði alltaf ..hann kom og lagðist mér við hlið. En þetta kvöldið kom engin ektakarl og ég stóð þá upp og ætlaði að ná í hann eins og góðum eiginkonum sæmir.  Hann lá þá á gólfinu sofandi með alla skanka í skrýtnum stellingum og blóðugur um munninn.  Erfitt var að vekja hann og enn erfiðara að tala við hann við fórum upp í rúm og hann sofnaði undir eins.  Morguninn eftir þá var það ansi stirður karl sem vaknaði og staulaðist fram með auma tungu og talaði um það að hafa örugglega bitið í tunguna á sér.  Ég var alls ekki sammála honum og vildi meina að hann hefði fengið flog eða e-ð og vildi að hann færi til læknis en hann harðneitaði þeirri tímaeyðslu..þetta væri nú ekkert..væri bara stirður eftir erfiðan burð í vinnunni.  Það sem ég er frekar erfið þegar ég bít e-ð í mig þá varð mér á endanum að segja við hann að ef hann færi ekki til læknis þá mundi ég bara skilja við hann ef hann ætlaði ekki að taka ábyrgð á heilsu sinni.

Þennan morgun var ég á leið til föður míns sem var að deyja vegna krabbameins og var inn á sjúkrahúsi  og þar sem ég held  í  höndina á pabba þá hringdi síminn og minn ektakarl sagðist vera sendur í skanna upp á spítala til að útiloka e-ð alvarlegt eins og hann sagði.  Eins gott var eina svarið sem hann fékk frá mér enda var ég ekkert að hugsa neitt alvarlegt, ég vildi bara að þetta yrði athugað.

Tveimur tímum seinna hringir ektakarlinn aftur og vildi fá mig heim. Hvað ert þú að gera heima spurði ég karlinn sem aldrei tók sér frí og elskaði að fara í vinnuna sína og ég þurfti alltaf að gera stórátak í að hann tæki frí með okkur.  

Það fannst e-ð í höfðinu á mér, æxli sem þarf að athuga nánar sagði hann þá.  Þarna sem ég hélt í höndina á pabba stöðvast tíminn í smástund, skellti á karlinn og stóð upp.  Pabbi minn sem var búinn að vera í móki opnaði augun og sagði Inga mín hvað er það með hann Sigga.

Ég sagði honum það og þá sagði hann: Það verður í lagi með hann Sigga...þið eigið nógan tíma eftir.

 

Nú níu árum eftir að faðir minn dó þá hugsa ég til þessara orða..og jú við höfum  fengið góðan tíma og gert margt og mikið og enn er minn karl að ...bíður spenntur eftir afastrák sem er væntanlegur í ágúst og svo öllum þeim fótboltaleikjum sem hann nær að fara á. 

En þessir miðilshæfilekar hans eru víst algeng einkenni heilaæxlis og því miður ekkert að hafa upp úr þeim en hláturinn lengir lífið og þegar þessi saga er rifjuð upp þá glymja hlátraköstin hátt og hæst heyrist í mínum ektakarli.

InLove...segi það að mikið vildi ég panta hláturskast á hverjum degi


Siglufjarðar...draumurinn

 graent.jpg

 

Veðrið og líðan mín eru frekar stillt saman þessa dagana.  Var ég að heyra og skilja það sem doktorinn  sagði okkur eða var þetta martröð.  Er e-ð búið að breytast eða á e-ð að breytast,  á mér að líða öðru vísi eða á ég að brotna niður....hvað á að gera annað en að halda áfram...get ég nokkuð annað gert en að njóta tímans? 

Ektakarlinn fer sínar leiðir og engin leið að fá hann á spjall um tilveruna eða annað sem hvílir á honum.  Siglufjörður er á óskalistanum og það á að vera hittingur  þar um helgina af ungum körlum sem spiluðu saman fótbolta eitt sumar fyrir hartnær 35 árum og minn karl fór í sína fyrstu utanlandsferð með þeim þá. 

Eftir helgina ætlar hann svo að hugsa það hvort lyfjameðferð sé kostur eða ekki...en til Siglufjarðar ætlaði hann aldrei að fara slappur .....nei ekki í dæminu!

Kerfið hjá mér er samt ekki að meðtaka allt saman og líkaminn fór í verkfall og hleypti hlaupabólu af stað til að mótmæla en mig minnir að mamma hafi sett okkur systkinin saman í sæng til að allir væru veikir í einu og hjúkraði og stjanaði svo við okkur.  Þetta er víst ekki í boði í dag og engin sem vill vera veikur með mér og aðrir heimilismenn segja bara ojj þegar ég vil fá knús. 

Letistuð á mér og það kemur út sem tiltektaræði, henda, þrífa og gefa með smá kryddi af hlaupabólu sem gefur þessu öllu saman smá lit.

 InLove...Siglufjörður og bólan um helgina


Hrókur alls...og gerir óspart grín af sér

 

Svefninn langi... sem minn ektakarl talar um í hvert skipti sem hann er í letistuði/þreytustuði að mínu mati  en þá grunar hann að þessi langi svefn sé að nálgast.   Hann nálgast en það er nú ekki að sjá á mínum karli að þessi svokallaða dagsskrá hansi breytist e-ð við þá vitneskju  en hún felst í að trufla vinnandi fólk, sjúkraþjálfun og smá krydd af yndislegum karlmönnum sem hafa sama genamengi og minn karl eru Þróttarar inn að beini...og þeim þykir alveg innilega vænt um ektakarlinn minn.  Það að hlusta á sama brandarann aftur og aftur og hlæja alltaf jafn mikið af honum sýnir hvaða skilning þeir hafa á veikindum hans og trúmennsku við hann.   

Þeir sem þekkja til míns karls vita að hann er með ferlega húmor, svartan húmor og les oft ekkert í þær aðstæður að fólk fái yfirleitt fyrir hjartað eða bara haldi að hann sé kolvitlaus.  En það er vandamáls þess...minn er hrókur alls ef hann fær að ganga fram af fólki.

Aðeins hérna til að leyfa ykkur að sjá þetta með eigin augun ...

img_3333.jpg img_3334.jpgimg_3335.jpgimg_3337_1205569.jpg

 

Svona er fjörið búið að vera undafarna daga...og enn er það þreyttur en mjög svo þreyttur karl sem kemur inn og leggur sig aðeins.

img_3331_1205570.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

InLove.... svona verður þetta áfram hjá okkur í sumar


Tíminn sem eftir er....nýta hann vel

Tíminn er mikilvægur og oft heyri ég að fólk segist ekki hafa tíma  til þess og hins.  Nú er svo komið að tíminn hjá mínum ektakarli er ekki mikill eftir hér á meðal oss.   En sá tími er mikilvægur og hann er það líka fyrir aðra sem þykja vænt um hann og vilja samskipti við hann.   En ég upplifi aðeins að það er eins og það að vita að hans tími er ekki langur eftir gerir það að verkum að vinir og ættingjar hræðast það að hitta hann, finnst það e-ð svo óraunverulegt eða bara afneitum um að þetta er að gerast og þá er best að hitta ekkert á hann því þá gerist þetta auðvita ekki eða hvað .

Stundum getur það verið að tíminn sé ekki nógur og hugurinn fer með mig langar leiðir hvernig sé best að nota tímann.

 believe-love-hope-thumb21685118.jpg

Við fengum þær fréttir að æxli hafa dreift sér um allan heilann og lítið hægt að gera  nema lyfjameðferð sem gæti hægt á sjúkdómnum en ekki læknað eitt eða neitt og minn karl þurfti ekki langan tíma til að ákveða það að fara ekki í lyfjameðferð vegna hugsanlegra aukaverkana.  Hann vill fá gott sumar, njóta sólar og fara á alla þá fótboltaleiki sem hann getur án þess að ógleði og þreyta séu að gera út af við hann, æxlin sjá um það nógu fljótt.

Ég grét mikið í tvo daga og erfiðast var að tala við öll börnin en  þá spruttu mörg tár fram en eftir það sá ég að þetta var algjör eyðsla á dýrmætu tíma, tíma sem ég gæti notað í e-ð þarfara en að vorkenna sjálfri mér og fór að skipuleggja minn tíma. Vonlaust mál að skipuleggja tíma ektakarlsins því hann fer sínar eigin leiðir og fótboltaleikir stýra hans tíma.

Líka svolítið kómískt að segja fólki þessar fréttir og svo hittir það minn karl í Bónus og verður kjaftstopp.  Ferðirnar hans hafa minnkað þangað því miður en hann er ekkert veikur hér ...hann er þreyttur og syfjaður og það er það sem mun aukast og verða þau einkenni sem við finnum mest fyrir og jú minnisleysið sem er eintómt grín um það hvað það sé nú gott að geta gleymt og líka kúnst að þykjast gleyma.

Margir spyrja mig líka í kjölfar frétta hvort hann sé á sjúkrahúsi og hversu veikur hann sé.  Í mínum augum er hann ekkert veikur, hann er maðurinn minn sem er á þönum allan daginn og í vikunni sem leið var hann allan daginn að hjálpa nágranna að smíða pall og það kom ansi þreyttur karl inn til að fara að sofa en brosið náði hringinn...en fór beina leið í rúmið og svaf lengi.   Vikan þar á undan svaf hann 15-17 tíma á dag en svo kemur svona vika þar sem orkan er endalaus.

Breytingarnar munu koma nógu fljótt og ekkert hægt að undirbúa sig undir þær.  Fengum fyrstu heimsókn frá heimahlynningu Landspítalans en öll fjölskyldan mun njóta góðs af þessum heimsóknum sem eru til ..að auka og viðhalda lífsgæðum sem lengst.

Hafið það nú hugfast..notið tímann vel og í það sem þið viljið nota hann... en ekki það sem þarf að nota hann í....njóta !

 InLove..erfiðara að gefa af sér þessa dagana en það mun koma..


Að sama tíma að ári...meira en við bjuggumst við að fá..

 

 

Yndislegt að vakna í myrkvuðu herbergi og upplifa að ljósgeislar sólar og birtu bregða fyrir inn um gluggann og um mig fer sú tilfinning að allt fer að verða betra..svo miklu betra að vakna við þessa birtu þarna fyrir utan en svartasta myrkur.  Birtan skýst svo inn í undirdjúp sálarinnar sem þarf á allri þeirri orku að halda sem hægt er til að brosa framan í daginn.  Sjaldan sem ég hugsa að breiða bara yfir höfuð og fara ekki á fætur því þá gæti ég misst af einhverju...einhverju sem kæmi ekki aftur.

 Einn lítill drengur sem ég hef lifað með í næstum tíu ár vaknar nefnilega á hverjum morgni í því besta skapi, fullur orku og jákvæðni og brosið nær allan hringinn hjá honum og andlitið uppmálað af hamingju, hamingju að vakna og tilbúinn í hvaða átök sem eru væntanleg.  Hvort sem það er að leita af gulli (allt drasl sem aðrir vilja losna við eða skartgripaskrín ömmu sinnar) eða takast á við þá áskorun að fara í danstíma í skólanum og haga sér vel þá fer hann af stað með þá ákvörðun að standa sig vel.  E-ð sem margir mættu íhuga aðeins...standa sig vel hvernig sem það svo heppnast.  Þessi ömmusonur  tekur lyf við ofvirkninni sinni sem hjálpar honum við það að aðrir upplifi hann á jákvæðan hátt og eins stillir það hann í hvatvísinni og hann nýtir sér það besta í umhverfinu og að kveldi er hann enn í góðu skapi..og hugsar hvað hann geti brallað daginn eftir.  Öfundsvert er það ekki?

Unglingurinn fermist  1. apríl og þar sem veislan er að baki þá er það á óskalistanum að fara á Hamborgarafabrikkuna eða bara að fá ömmurnar sína hingað heim í kaffi. 

2. apríl fer minn ektakarl í sina sjöttu aðgerð. Fyrir ári fór hann í sína fimmtu aðgerð eða 9. apríl. Næstum ár í friði..en á biðstöðinni allan tímann.  Tíminn er lengi að líða og öll vildum við að þetta væri frá en þolinmæðin er dyggð og viss stilla sem ríkir hér yfir heimilinu og önnur mál skipta minna máli en kannski hjá flestum öðrum.  Ektakarlinn er í prógrammi að undirbúa sig, gengur og stundar ræktina og svo veit ég að í huganum er hann farinn að undirbúa sig líka hvernig hann ætlar að jafna sig á þessu..að hafa nóg að gera er á dagskránni allan daginn hjá honum.  Það besta við það er að það er meira segja hægt að fá hann til að þrífa og þrifa alla íbúðina og meðan við förum í sund og ísferð því hann elskar það að vera einn heima með tónlist í eyrunum og ryksugar á fullu og já það er hægt með einari Grin 

Við erum eiginlega að gera honum greiða að fara að heima...eiginlega!

já svona er hægt að plata sig endalaust en það virkar fyrir okkur

InLove..krossum putta og þetta gengur vel.


Fjallið háa...

 

Við ráðum ekki miklu  hvernig allt fer en við ráðum yfir líðan okkar og það að vera jákvæður er að öllu leyti betri kostur en að vera neikvæður. Hef reynt það seinna og það er of mikil vanlíðan og maður endar á vondum stað og það hjálpar ekkert í þeim aðstæðum sem upp koma.   Það er engu eða engum að kenna að hlutirnir fara eins og þeir fara en allar ákvarðanir sem við tökum geta haft  allt aðrar afleiðingar en við ætluðum okkur í upphafi.   Verstu ákvarðanir eru líklega þær, þar sem orð koma við sögu, við særum og oft ekki hægt að taka tilbaka.  Særindin sjást ekki en við berum þau með okkur og oft erfitt að útskýra afhverju þessi orð særðu.   Fyrir  mörgum árum lofaði ég sjálfum mér að engin fengi að fá útrás fyrir reiði sinni á mér, ég mundi ganga frá því borði.  Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum að fólk hefur verið að missa sig og án þess að hugsa þá vill það láta vonskuna dynja yfir mann.  Hvað sem einhver hefur gert eða ekki gert þá fer gríðarleg orka í það að vilja þrusa yfir viðkomandi þegar miklu betra er að segja eins og er og ræða hlutinn.   Eigum við þá e-ð að tala um misskilning á milli fólks...við upplifum hluti ekki eins og svo forgangsröðum við ekki hlutum eins í lífi okkar.  Enda öll einstök.

Við hjónakornin í samvinnu við gott fólk ákváðum t.d að halda fermingarveislu sonarins áður en sjálf fermingin fer fram svo hann fengi veislu þar sem allt snerist um hann og engar áhyggjur sveima yfir fólki..og það tókst snilldarlega og er ég svo glöð og hrærð yfir hvað vinir og frændfólk stóðu við bakið á okkur á þessum degi.

2013-02-17_14_48_33.jpg

Minn ektakarl fór í myndatöku fyrir um mánuði þar sem sáust tvö æxli í aðgerðarholunni en þá voru 8 mánuðir síðan hann fór í aðgerð og tvö æxli voru fjarlægð -alltaf af þriðju gráðu.  Eftir umhugsun og ráðgjöf lækna var ákveðið að bíða og taka mynd eftir mánuð sem var í síðustu viku.  Þessi tvö æxli hafa aðeins stækkað, eru nú um 2,3x 2,4 cm hvort um sig og liggja upp við hvort annað og vaxa inn í aðgerðarholuna þar sem nóg pláss er fyrir þau og þau angra minn ektakarl ekkert. Það sem kom nú fram er að það sést nýtt æxli á Hippocampus svæðinu 4 mm. að stærð. Drekinn sem þetta svæði er oft kallað á íslensku.  Skammtímaminnið er á þessu svæði heilans og það er það sem hefur verið að þvælast fyrir mínum manni undanfarið, alltaf að spyrja um sama hlutinn eða rugla tímasetningum, e-ð sem við hin erum smám saman að læra inn á.  

Þetta fann ég þegar ég var að leita upplýsinga:

Hvað gerist þegar Hippacampus -drekinn í heila verður fyrir skemmdum?

Skemmdir í dreka eða í þeim taugum sem hann tengist getur valdið minnisleysi/minnisskerðingu (vangetu til að læra og muna nýjar upplýsingar). Fólk sem þjáist af minnisleysi er ófært um mynda nýjar minningar í langtímaminni og það gleymir nýjum upplýsingum fljótt. Sem dæmi, þá hafa rannsakendur sýnt að fólk sem þjáist af minnisleysi glatar ekki getu sinni til að gera hluti sem það lærði fyrir minnisleysið í gegnum margra ára æfingu, eins og að spila á spil, en þeir gleyma hins vegar nýrri upplýsingum, eins og nafni einstaklingsins sem þeir eru að spila við.

hippocampus.png

 

Við hjónakornin ræddum þessa stöðu fram og tilbaka og á endanum var ákveðið að við töluðum sjálf við skurðlækninn og fá það fram hvort þetta sé skurðtækt eður ei.   Okkar góði læknir sagði það nú einum og oft að þetta væri ólæknandi sjúkdómur og taldi upp alla vankanta á þeim aðferðum sem hægt væri að beita sem ég veit vel hverjir eru.  Það eru ekki margir sem hafa farið í fimm heilaaðgerðir á sama stað, eða margir sem lifa 9 ár með heilaæxli af þriðju gráðu enda minn karl með eintæmum heppinn hvað sem aðrir segja um það því þessi æxli hafa alltaf droppað upp í aðgerðarholuna sem myndast við hverjar aðgerð eftir aðra..tómt rými þarna í höfðinu á honum.

  Ég þarf að bregðast ansi fljótt við því daginn eftir þessar fréttir uppgötvaði ég á óþægilegan hátt að minn maður mundi ekkert hvað kom út úr þessum samræðum við doksann og alls ekki að það væri komið enn eitt æxlið.  Á vissan hátt gott en fyrir mig frekar erfitt því hann þekkir svo marga og sagði þeim að allt gott væri að frétta af háloftinu hjá honum.  Það er allt gott að frétta, þetta er ekkert það versta í stöðunni en það er óþægilegt að vera sú sem þarf svo að draga það allt tilbaka og því ákvað ég hér með að fara að blogga að nýju til að létta mér lífið og það jafnvel hjálpar einhverjum að fá fréttir.  Ektakarlinn minn á dóttur sem býr erlendis og hún á erfitt núna að meðtaka þetta allt saman og vildi svo vera hér hjá honum en hún á sitt líf og pabbi hennar er svo upptekinn enn að sinna sínum áhuga- málum sem eru enn ansi mörg.  Veit ekki um neinn sem er svona upptekinn að vera til og njóta vina sinna og fótboltans.   

InLove..minni bara á að dagurinn í dag er ekki morgundagurinn.


tvö fyrir eitt....og svo vítamínmeðferð

Já ..þau voru tvö æxlin sem voru tekin..annað sem hafði bara skotið sér upp á síðustu dögunum svona til að minna á sig...ég er ekkert farin!

Nú er karlinn í lyfjameðferð, lyf í þrjá vikur og svo hvíld í eina.  Hann er að upplifa það að það hlýtur að vera mikill sparnaður í gangi því hann er svo hress og er viss um að sparnaðurinn felist í að það er vítamín í töflunum en ekki þetta rándýra efni sem á að fara með alla heilsu og ... halda niðri æxlisvexti.

 

Svo margt annað í gangi að þetta krabbameinsdót allt saman fær ekkert pláss til að rífa okkur niður.

Heimasætan að útskrifast...B.A í sálfræði og stefnan sett hjá henni að fara til Brighton næsta vetur til að taka master í félagssálarfræði. Hún getur auðvitað aldrei verið kyrr og fór núna á ráðstefnu til Serbíu á vegum sjálfboðaliðasamtaka sem hún hefur unnið mikið fyrir....og kemst vonandi heim í heilu lagi fyrir útskrift.

Litli guttinn, yngri ömmusonur,  sem hefur verið hér í fóstri síðustu tvö árin er að öllum líkindum að fara aftur til föður síns og ég veit ekki hvað mér á að finnast um það þar faðirinn tók sig upp og flutti til Danaveldis....en það eru aðrir guttar hér til að breiða yfir og þurfa nógan stuðning ..hvort sem er svo ég tel einn dag í einu á þetta allt saman.

 Þessi mynd af þeim frændum/bræðrum er tekin 2008allir_trir_2008_1158186.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Þessi tekin 2011

allir_trir_2011_1158188.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 svo á ein að koma hér ..tekin í gær...flottir saman!

allir_trir_2012.jpg

 

InLove...lifið fer í hringi...og þá er best að halda sig í miðjunni er það ekki?

 

 


Æxlið burt..takk

Draumar og veruleiki...því miður er þetta tvennt ólíkt og sú tilhugsun um að í fyrramálið verði enn á ný gramsað í höfði míns ektakarls minnir mig á ...að þarna er langt á milli.

 

Ekki mikið sem við biðjum um svona daginn fyrir uppskurð, bara taka þetta æxli sem hefur í þetta skiptið hreiðrað um sig nærri höfuðkúpunni en framar en fyrri æxli.  Þetta pirrar e-ð lækninn að hafa ekki getað stoppað þetta rennsli á þessu óféti en við hjónakornin fórum nú tiltölulega rólega í gegnum það að meðtaka þetta einu sinni enn.  En ég neita því ekki að dagarnir hafa verið lengi að líða síðan við fengum þessar fréttir og oft höfum við horfst í augu að kveldi,  dæsandi, þenkjandi og ég held að sú hugsun hafi komið upp hjá okkur báðum..það styttist í þetta!   Við höfum verið dugleg að gera e-ð af okkur, heimsótt vini og ættingja, sundferðir daglega með strákana og í dag tókum við litla garðinn okkar í gegn í sólinni og fórum í Húsdýragarðinn með guttana og svo var það bland í poka í  matinn.  

Hef átt erfitt með að segja þetta sem allir segja um þessa  helgi, gleðilega páska.  Afhverju segjum við þetta...afhverju ekki ..hafðu það gott...eða njóttu þín?   Líklega er þetta sama villan í mér eins og þegar fólk spyr mig hvað ég segi gott.   Ég segi svo margt gott, eða ekki neitt gott og það er nú ekki það sem fólk vill fá að heyra...og afleggjararnir mínir eru löngu hættir að spyrja, líklega nenna ekki að hlusta á dagleg mál hjá múttu sinni.

Gamalkunnugur stingur að gera vart við sig, ónot sem erfitt er að eiga við.

Heart...þetta verður frá eftir sólarhring.

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband