14.2.2010 | 19:21
Hótel okkar er jörðin....hversu lengi?
Gullmolar og algjörar hetjur... en misjafnt að hverju þær stefna. Litlum dætrum finnst heimurinn undursamlegur og eru óþreytandi í að finna upp á nýjum hlutum. Þær eru yndi mitt alla daga og eru sífellt að koma á óvart. Ég vil styðja þær alla leið.....lýsa þeim leiðina. En ég þekki ekki þá leið sem fíkilinn minn er týnd í, þeim heimi sem enga grið g
efur, þar sem lífið er ekki metið af verðleikum og hlutir sem eru svo fáranlegir og ógeðslegir að margir halda að ég sé að tala um atriði í kvikmynd en ekki brot úr degi hjá dóttur minni.
Mín ósk henni til handa í dag er vera hugrökk og halda í styrkinn sem hún er með þarna...berjast!
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:19 | Facebook
Athugasemdir
Stend með þér í því að nafna mín hafi þann styrk til að komast upp úr þessum djúpa dal.
Hugurinn minn er hjá þér, sterka vinkona mín.
fæðingarorlofskonan (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 08:55
Sigrún Óskars, 26.2.2010 kl. 14:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.