Hvað sem yfir okkur dynur munu tengsl okkar varðveitast

Hægt og bítandi vinnur maður sig úr örvæntingunni yfir í vonina sem er svo miklu betri staður.  Takmarkið er núna að fara í myndatöku með allan hópinn..afleggjarana.. áður en minn ektakarl fer í myndatöku af sínu fallega höfði.  Langt síðan við förum haft alla okkar afleggjara á sama staðnum, dóttlan okkar frá Danaveldi að koma...með lítið kríli innvortis og heimasætan ekki stungin af í aðra heimsálfu og viti menn, fíkillinn í góðu standi.  Má þá ekki segja að lífið sé bara frábært.   Að eiga 4 drengi sem allir eru á fullu í fótboltanum er orðið lífstíll...leikir oft á sömu dögunum og æfingarnar allar í setti...sömu dagana líka. Sá yngsti 4 ára bíður spenntur eftir að byrja og sá elsti man þá tíma þegar hann var með boltann á tánum þó stuttur tími væri. Fjárfesting í Lacy boy stól í Egilshöllinni væri ekki slæm hugmynd þar sem ég get hvílt hug en samt haft augu á ömmustráknum.   Prinsinn er farinn að bjarga sér sjálfur og meira en það, ekkert kvapp um að skutla sér, segir bara mamma hafðu ekki áhyggjur ..ég bjarga mér.  Suma daga er einsog allar hugsanir um sjúkdóminn séu hraktar í burtu en eitt lítið atvik kemur alltaf öllu af stað aftur...og alltaf er það ég sem er boðberi vondra frétta því oft er það svo að best er að vera í skugganum og taka þátt í þvi sem hentar best og opna ekki augun fyrir því slæma.  En ég verð bara þar.

Margt svo skemmtilegt sem ég er að fara að gera, skreppa til Osló með góðu fólki og fara á eina ráðstefnu og jú slaka á, á meðan minn ektakarl rekur búið með hjálp góðra manna.  Eins er bekkurinn minn að fara að Reykjum og jú ég hlakka jafn mikið til og þau og aftur reynir á minn mann.  Toppurinn á tilverunni er svo að fara með henni elsku múttu minni og systir til Danaveldi þar sem við ætlum að hlæja, skoða og taka Eurovisionið í nefið.   Karlinn minn elskulegi segir mig vera að flýja sig...og já ég er að gera það og sýna honum fram á það að hann getur það sem hann vill og ætlar sér.  

Myndatakan hjá honum í næstu viku er þarna á bak við allt þetta gaman og ekkert að kvíða svo sem...en lífið er aldrei einfalt og engin veit sína æfi fyrr en... strákarnir láta okkur að minnsta kosti ekki leiðast og það er þreytt fólk sem leggst á koddann sinn á kvöldinn...

Muna bara vertu það sem þig langar að vera, það sem þú átt að vera.  Ég skal styðja þig næstum alla leið.  Vertu bara eins dugleg/ur í þvi og þú getur.

InLove..þar til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

styð hugmyndina um stólinn í Egilshöllinni Hlakka til að sjá myndirnar af þér og þínum.

Risaknús og fullt af góðum hugsunum frá mér til þín.

fæðingarorlofskonan (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 15:57

2 Smámynd: Ragnheiður

Knús til þín elskuleg og takk fyrir allan stuðninginn og fyrir að vera þú.

Ragnheiður , 24.3.2010 kl. 18:51

3 identicon

Sendi ykkur bestu óskir.

Ást Einarsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:56

4 identicon

Nóg að gera hjá frábærri konu ;-D

Helga Bryndís (IP-tala skráð) 2.4.2010 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband