Krummi kominn í hús!

hope.jpgFlutt á neðri hæðina..svo nú verð allir gæjarnir með efri fyrir sig!

Þvílíkt sem ég get nú afrekað ein hér heima þegar ég sef ekki...já held að þreytan sé að hverfa og þessi ákveðna kella sé að koma aftur í ljós...hún er þarna, nokkur lög af fitu og hreyfingarleysi en spegilinn lýgur ekki....ég er stórkostleg manneskja.     Þetta sagði ömmusonur við mig þegar ég var að láta einn af hans draumum rætast!

Stórkostleg.....frábært orð!

Ég fékk líka að heyra það þegar ég kom færandi hendi heim....með það sem minn ektakarl hafði dreymt um að eignast í langa tíð...og við allar eðlilegar aðstæður hefði ég aldrei fyrir mína litlu peninga látið rætast en hvað gerir góð eiginkona ekki fyrir sinn ástmögur....en við öll ætluðum reyndar að gefa honum þetta um jólin síðustu en það tókst ekki fyrr en nú.   Uppstoppaður hrafn.....er nú við höfðagaflinn hjá mínum karli....mér hryllir við honum en sælu svipurinn á manninum er ekki eðlilegur....og hann er farinn að tala við krumma!  Gamall vinur þarna kominn?

 Nýjasti prinsinn í hópnum er fæddur og fékk lukkutöluna okkar, fæddist þann 13 sept.  Það réttist aðeins úr mínum ektakarli við það ..og nú þarf að láta sauma Þróttarbúning í xxxxs.

 Allir að gera það gott og Jesú í Norge er þvílíkt að slá í gegn  hjá minni þar úti.   Heyrum lítið í Afríku- búanum....fésið segir bara frá jammi....en e-ð var hún nú búin að kenna mér á skypið þannig að við gætum talað meira saman...en hún er nú bara búin að vera í mánuð....og nei nei ég er ekkert farin að sakna hennar...enda búin að hertaka herbergið hennar.

engin tími til að hanga hér....InLove...ses


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hann er svoooo heppinn að eiga þig og ég öfunda hann af krummanum hehehehehe

vinkonan (IP-tala skráð) 23.9.2010 kl. 18:01

2 Smámynd: Inga María

...ég skal safna fyrir stórafmælið þitt ...sem er eftir ..já þó nokkur ár!

Inga María, 24.9.2010 kl. 14:35

3 identicon

Já það er langt þangað til heheheheheh

vinkonan (IP-tala skráð) 24.9.2010 kl. 19:05

4 identicon

Takk fyrir pistilinn, segi nú það sama, ég væri sko alveg til í að eiga uppstoppaðan krumma - veit ekki hvort ég hefði hann samt á náttborðinu (ekkert pláss reyndar fyrir bókastöflum) en hvernig í fj. fórstu að því að næla þér í þennan grip?! Ég á bara einn þæfðan úr svartri ull úti í glugga. Til hamingju til þíns með bæði krummann og hans stórkostlegu konu.

Vilborg D. (IP-tala skráð) 27.9.2010 kl. 13:43

5 Smámynd: Inga María

..já Vilborg...sumir gamlir vinir detta inn í lífið aftur og vinna við að uppstoppa...en ég er að reyna að ná mynd af þeim saman...krumma og karli....held svei mér að það  leynist líf í þessum fugli, hann horfir e-ð svo illilega á mig!

Inga María, 27.9.2010 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband