Þú ert dýrmæt perla...mundu það

 

Verkefnið sem ég fékk á sínum tíma að ala ömmusoninn upp er að ganga vel á flestum sviðum...við erum eins og salt og popp....Tommi og Jenni....getum ekki verið án hvors annars og okkur finnst það gott.   En mitt verkefni er að gera hann sterkari, gera hann sáttari, tilbúinn að takast á við lífið með það sem hann hefur í reynslubankanum og erfðarmenginu.   Kvíði, árátta og alltaf viss um að allir gefist upp á honum hrjáði hann lengi en þetta er allt annar drengur í dag.  Drengur sem veit sínar sterku hliðar, er enn að máta sig við frænda sinn, prinsinn minn, en drengur sem er sáttur og veit að amma gamla er að gera það allra besta fyrir hann, stýra honum í gegnum tilfinningarótið sem hefur svolítið fylgt honum.Vestmannaeyjar (61)

Þegar ég á góðri kvöldstund, síðasta vor, sagði honum frá því að hann ætti annan pabba en þann sem hann var að gráta yfir af söknuði (en sá flutti af landi) þá horfði hann á mig og sagði annan pabba hvernig get ég það.  Amman fór í það að útskýra á sem fallegasta hátt kærustuparið sem á sínum tíma bjó hann til en hann hafi verið svo lítil þegar hinn pabbinn kom inn í spilið og að pabbi hans hafi viljað leyfa honum að vera í friði en alltaf samt hugsað til hans. Eftir smá umræðu var það sem ég fékk frá ömmusyninum..... yes á ég tvo pabba.

Amman fór og náði í albúm þar sem myndir af pabba hans og afa og ömmu voru og hann skoðaði vel.  Eftir nokkra daga kom svo..amma hvað heitir eiginlega þessi alvöru pabbi minn.  Svo þegar Eurovision keppnin var þá laumaði ég því að honum að hann væri hálf pólskur og hann ætti ömmu frá Póllandi þá vildi þessi litli karl kjósa Pólland inn í keppnina.  

Ekkert talaði hann um að vilja hitta þennan pabba sinn en ég spurði hvort hann mundi eftir fólkinu sem kæmi alltaf um jólin og gæfi honum pakka...hann hélt það nú góða fólkið eins og ég kallaði það alltaf.   Kom einu sinni að honum þar sem hann var að máta sig í spegli við myndir af báðum pöbbunum sínum en ég lét eins og ég hefði ekki séð það.   Hann og bróðir  hans eiga sama pabba að nafninu til en ég vildi frekar að hann frétti þetta frá mér en að heyra það kannski frá öðrum og eins hefur prinsinn minn vitað þetta og man eftir pabba nr.1 og ekkert hefur hann sagt.  Þvílíkur öðlingur hann sonur minn!      Það er ríkidæmi að eiga ást frá mörgum og mig langar til að hann upplifi það að það sé fleira fólk sem þykir vænt um hann og hann viti tengslin þar á milli. 

Hann hefur verið mikið að velta því fyrir sér afhverju litli bróðir sinn sé alltaf að fara til ömmu sinnar sem hann reyndar kallar líka ömmu sína og er honum virkilega góð  en hann hefur aldrei viljað fara með og gista hjá henni og sjálfur hefur hann ekki skilið það afhverju hann hefur ekki viljað fara...segir svo alltaf æææi amma það er bara best að vera hjá þér.  

 

Í dag lét ég vera að því að fara með hann til föðurfólksins síns sem ég þekki frá því í hann var minni og eins hafa þau komið hér við um jól og afmæli  og ég ber virkilega virðingu fyrir að hafa virt mína ákvörðun um að rugla ekki í drengnum.  Þarna fékk hann að sjá alla fjölskylduna sína en tilviljum réð að allir voru staddir þar.  Feiminn en samt spenntur hitti hann pabba sinn,systur sínu, frænkur og frænda, ömmu og afa.    Ég sem trúi ekki á tilviljanir en ég gekk að því vísu að faðir hans væri erlendis svo það var algjör plús að upplifa þetta svona i einni ferð.     Þarna vorum við dágóða stund og þegar við kvöddum fékk pabbinn  fast og mikið knús og ömmusonur gekk út með símanr. hjá pabba sínum.   Mitt ömmumömmu hjarta tók kipp við það því ég bjóst nú ekki við að hann vildi gefa mikið af sér...einn sigur í viðbót fyrir þennan unga mann.

Þar sem prinsinn minn fékk að fara með þá var umræðan á heimleiðinni svona..váá Breki þú átt systur, þú átt tvö systkini..já en þetta eru bara hálfsystkini mín svaraði þá ömmusonur....hvað með það sagði prinsinn minn....ég á bara hálfsystkini og þau eru ekkert öðruvísi en heil systkini.  Hjartað í mér....sprakk..af stolti.

 

Hafðu kjark til að vera þú sjálfur í heimi sem reynir að gera þig eins og alla aðra...Renee Looks

InLove...stolt mamma...ammamamma!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

:D

Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 09:36

2 Smámynd: Ragnheiður

flott að lesa þetta :)

Ragnheiður , 7.11.2010 kl. 23:35

3 identicon

Yndislegt :)

Dagný Sverris (IP-tala skráð) 8.11.2010 kl. 14:04

4 identicon

stort knus til ykkar allra, ekstra fast til strakana! :) x

Katrin (IP-tala skráð) 9.11.2010 kl. 07:39

5 Smámynd: www.zordis.com

Stollta amman,mamman   Gott að læra staðreyndir með kærleik!  Knús til ykkar.

www.zordis.com, 11.11.2010 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband