5.1.2011 | 20:40
Furðuverk lífsins, dætur!
Tíminn líður og með ólíkindum að árið 2011 sé komið...árið 2005 þá var ég alveg komið með það að ég og minn ektakarl ættum ekki svo mörg ár eftir saman en hér erum við enn þó margt hafi breyst. Hann er enn eins og fló á skinni...aldrei kyrr og alltaf að. Fríið mitt hefur einnig þotið framhjá mér og enn hef ég ekki tekið skápinn, þennan sem alltaf er fullur af drasli en samt ekki drasli. En ég hef verið að gera marga góða hluti og er tiltölulega sátt við árangurinn. Komin viss ró á heimilið en erfitt hefur það verið fyrir alla að venjast nýju hlutverkum og aðstæður kalla á að allir séu tiltölulega vel upplýstir um gang mála
Skrýtin hugsun að læðast að manni....fimm mánuðir síðan ég faðmaði yngstu dótturina og um 6-7 mánuðir þangað til ég geri það næst. En ég ætti að þakka fyrir það yfirleitt að geta faðmað hana því ef einhver hefur lifað áhættu líferni þá er það þessi litla hetja. Einnig fjórir mánuðir síðan ég faðmaði fíkilinn minn og ég er alveg sátt við að faðma hana ekki á næstunni því henni líður vel og er að gera góða hluti með sjálfa sig.
Fíkillinn minn fær hér með nýtt nafn á sig í þessum skrifum mínum og verður hér með nefnd Jentan með tilvísan í Noregsdvöl hennar en þar byrjaði hún í skóla nú eftir áramótin sem er á vegum þessara samtaka þar sem hún er í meðferð ef meðferð er hægt að kalla. Hún fer á samkomur og henni er innrætt að Jesú karlinn lækni allt, höfuðverk og alla innri vanliðan. Hvað er að okkur hinum að biðja ekki þennan mæta karl um hjálp okkur tilhanda.
Henni líður vel, margt að sýsla þar sem hún er núna og varla að dagurinn nægi til að sinna því þannig að ég held að dagurinn sé e-ð styttri þarna í Norge en hér heima. Hún vinnur í því að forðast niðurdrepandi hugsanir og fíknina sem sveimar nú þarna í kringum hana.
Mismunur á hita úti við hjá þeim systrum er nú um 65 gráður, önnur í Afríkunni og hin í Noregi og ekki bara það að það sé hitamunur þá er lífið ansi ólíkt hjá þeim. Heimasætan í Afríkunni held ég að sé með það markmið að smakka allan innlendan bjór á meðan systir hennar talar við xxxx......önnur sefur kappklædd en hin brennur á ströndinni.
Hér með lofa ég þessum dætrum mínum að vera duglegri að skrifa hér og segja frá ....öllu saman
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Vona að nýja árið færi ykkur öllum gæfu og góða heilsu. Takk fyrir frábær skrif.
Ásta Einarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 15:49
I fyrsta lagi er eg longu buin ad smakka allan innlendan bjor her, tok thad a fyrstu vikunni ;)
Gott ad thu sert ad blogga aftur elsku mamma :) ahaettu liferni segirdu? ja thad er kannski rett hja ther, en eg geri mitt besta til ad koma heim i heilu lagi ;) love you xxx
Katrin (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 12:49
Hugsa mikið til þín þessa dagana.
vinkona (IP-tala skráð) 15.1.2011 kl. 10:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.