19.6.2012 | 13:42
tvö fyrir eitt....og svo vítamínmeðferð
Já ..þau voru tvö æxlin sem voru tekin..annað sem hafði bara skotið sér upp á síðustu dögunum svona til að minna á sig...ég er ekkert farin!
Nú er karlinn í lyfjameðferð, lyf í þrjá vikur og svo hvíld í eina. Hann er að upplifa það að það hlýtur að vera mikill sparnaður í gangi því hann er svo hress og er viss um að sparnaðurinn felist í að það er vítamín í töflunum en ekki þetta rándýra efni sem á að fara með alla heilsu og ... halda niðri æxlisvexti.
Svo margt annað í gangi að þetta krabbameinsdót allt saman fær ekkert pláss til að rífa okkur niður.
Heimasætan að útskrifast...B.A í sálfræði og stefnan sett hjá henni að fara til Brighton næsta vetur til að taka master í félagssálarfræði. Hún getur auðvitað aldrei verið kyrr og fór núna á ráðstefnu til Serbíu á vegum sjálfboðaliðasamtaka sem hún hefur unnið mikið fyrir....og kemst vonandi heim í heilu lagi fyrir útskrift.
Litli guttinn, yngri ömmusonur, sem hefur verið hér í fóstri síðustu tvö árin er að öllum líkindum að fara aftur til föður síns og ég veit ekki hvað mér á að finnast um það þar faðirinn tók sig upp og flutti til Danaveldis....en það eru aðrir guttar hér til að breiða yfir og þurfa nógan stuðning ..hvort sem er svo ég tel einn dag í einu á þetta allt saman.
Þessi mynd af þeim frændum/bræðrum er tekin 2008
Þessi tekin 2011
svo á ein að koma hér ..tekin í gær...flottir saman!
...lifið fer í hringi...og þá er best að halda sig í miðjunni er það ekki?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 12.8.2012 kl. 17:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.