Að sama tíma að ári...meira en við bjuggumst við að fá..

 

 

Yndislegt að vakna í myrkvuðu herbergi og upplifa að ljósgeislar sólar og birtu bregða fyrir inn um gluggann og um mig fer sú tilfinning að allt fer að verða betra..svo miklu betra að vakna við þessa birtu þarna fyrir utan en svartasta myrkur.  Birtan skýst svo inn í undirdjúp sálarinnar sem þarf á allri þeirri orku að halda sem hægt er til að brosa framan í daginn.  Sjaldan sem ég hugsa að breiða bara yfir höfuð og fara ekki á fætur því þá gæti ég misst af einhverju...einhverju sem kæmi ekki aftur.

 Einn lítill drengur sem ég hef lifað með í næstum tíu ár vaknar nefnilega á hverjum morgni í því besta skapi, fullur orku og jákvæðni og brosið nær allan hringinn hjá honum og andlitið uppmálað af hamingju, hamingju að vakna og tilbúinn í hvaða átök sem eru væntanleg.  Hvort sem það er að leita af gulli (allt drasl sem aðrir vilja losna við eða skartgripaskrín ömmu sinnar) eða takast á við þá áskorun að fara í danstíma í skólanum og haga sér vel þá fer hann af stað með þá ákvörðun að standa sig vel.  E-ð sem margir mættu íhuga aðeins...standa sig vel hvernig sem það svo heppnast.  Þessi ömmusonur  tekur lyf við ofvirkninni sinni sem hjálpar honum við það að aðrir upplifi hann á jákvæðan hátt og eins stillir það hann í hvatvísinni og hann nýtir sér það besta í umhverfinu og að kveldi er hann enn í góðu skapi..og hugsar hvað hann geti brallað daginn eftir.  Öfundsvert er það ekki?

Unglingurinn fermist  1. apríl og þar sem veislan er að baki þá er það á óskalistanum að fara á Hamborgarafabrikkuna eða bara að fá ömmurnar sína hingað heim í kaffi. 

2. apríl fer minn ektakarl í sina sjöttu aðgerð. Fyrir ári fór hann í sína fimmtu aðgerð eða 9. apríl. Næstum ár í friði..en á biðstöðinni allan tímann.  Tíminn er lengi að líða og öll vildum við að þetta væri frá en þolinmæðin er dyggð og viss stilla sem ríkir hér yfir heimilinu og önnur mál skipta minna máli en kannski hjá flestum öðrum.  Ektakarlinn er í prógrammi að undirbúa sig, gengur og stundar ræktina og svo veit ég að í huganum er hann farinn að undirbúa sig líka hvernig hann ætlar að jafna sig á þessu..að hafa nóg að gera er á dagskránni allan daginn hjá honum.  Það besta við það er að það er meira segja hægt að fá hann til að þrífa og þrifa alla íbúðina og meðan við förum í sund og ísferð því hann elskar það að vera einn heima með tónlist í eyrunum og ryksugar á fullu og já það er hægt með einari Grin 

Við erum eiginlega að gera honum greiða að fara að heima...eiginlega!

já svona er hægt að plata sig endalaust en það virkar fyrir okkur

InLove..krossum putta og þetta gengur vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttukveðja knús og knús.

Mats

Mats (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 12:40

2 Smámynd: Ragnheiður

Gangi ykkur vel og til hamingju með fermingardrenginn :)

Ragnheiður , 31.3.2013 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband