Siglufjarðar...draumurinn

 graent.jpg

 

Veðrið og líðan mín eru frekar stillt saman þessa dagana.  Var ég að heyra og skilja það sem doktorinn  sagði okkur eða var þetta martröð.  Er e-ð búið að breytast eða á e-ð að breytast,  á mér að líða öðru vísi eða á ég að brotna niður....hvað á að gera annað en að halda áfram...get ég nokkuð annað gert en að njóta tímans? 

Ektakarlinn fer sínar leiðir og engin leið að fá hann á spjall um tilveruna eða annað sem hvílir á honum.  Siglufjörður er á óskalistanum og það á að vera hittingur  þar um helgina af ungum körlum sem spiluðu saman fótbolta eitt sumar fyrir hartnær 35 árum og minn karl fór í sína fyrstu utanlandsferð með þeim þá. 

Eftir helgina ætlar hann svo að hugsa það hvort lyfjameðferð sé kostur eða ekki...en til Siglufjarðar ætlaði hann aldrei að fara slappur .....nei ekki í dæminu!

Kerfið hjá mér er samt ekki að meðtaka allt saman og líkaminn fór í verkfall og hleypti hlaupabólu af stað til að mótmæla en mig minnir að mamma hafi sett okkur systkinin saman í sæng til að allir væru veikir í einu og hjúkraði og stjanaði svo við okkur.  Þetta er víst ekki í boði í dag og engin sem vill vera veikur með mér og aðrir heimilismenn segja bara ojj þegar ég vil fá knús. 

Letistuð á mér og það kemur út sem tiltektaræði, henda, þrífa og gefa með smá kryddi af hlaupabólu sem gefur þessu öllu saman smá lit.

 InLove...Siglufjörður og bólan um helgina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku frænka þú er alveg mögnuð. Ég lægi í rúminu með kalt á enninu og væri volandi og að vorkenna mér í druslur ef ég væri í þínum aðstæðum. En það er eitt sem mig langar að vita er hægt að vera kennari í öll þessi ár án þess að fá hlaupabólu? Þú ert greinilega með ofur ónæmiskefi fyrst þú hefur sloppið hingað til. En eitt ráð kann ég við fjandans kláðanum ef hann er mikill .Taktu ofnæmistöflu þær draga úr kláðanum. Ég blanda svo eitthvaðð ógeð sem vonandi virkar í kroppinn á Sigga ef hann ákveður að fara í lyfjameðferð Góða skemmtun á Sigló mín kæra.

Oddný Sif Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband