31.7.2013 | 11:11
Frasinn..lifa lífinu ..hann stendur fyrir sínu enn
Hugsa jákvætt...horfa á það sem við eigum í stað þess sem við eigum ekki..og þannig nýtur maður þess miklu meira. Neita því ekki að þetta er erfitt.
Við veljum hvað við viljum og hvernig við gerum hlutina..látum ekki aðra velja eða hugsa fyrir okkur og við sjáum hlutina miklum frekar í réttu ljósi ef við ráðum förinni. Margt fólk sem vill meina að það viti betur hvernig við ættum að lifa lífinu og oft á tíðum þarf ég að passa mig hvað ég segi við fólk þegar það fer að bulla og segja svo mikla steypu að ég á bágt með mig.
Ef við höfum trú á okkur og því sem við viljum gera þá upplifum við sigra í stað ósigra..það að tapa fyrir lífinu er ekki ósigur...við töpum öll ef við hugsum þannig og það er ekki góð tilfinning að tapa. Hugrekki er að horfast í augu við það sem við óttumst og að taka smá áhættu við og við gefur lífinu lit.
Ekki fresta því sem þig langar...gerðu það núna.
Breytingar eru ekki allar slæmar frekar tilfinningarnar sem fylgja þeim...fara aðeins út fyrir örugga svæðið...það er visst öryggi að vera fastur á sínu...en prófa aðeins að fara út úr rammanum...kannski sérðu hlutina í öðru ljósi og þá verða kannski til breytingar.
Við verðum að horfast í augu við lífið..afhverju er það svona gleðilegur atburður þegar nýtt líf fæðist...en um leið sorglegt þegar það kveður...en ef við snúum þessu við..og þegar litla barnið fæðist þá erum við um leið að segja að það muni deyja..... Hugrekkið er að horfast í augu við staðreyndir. Brosa meira því það fær áhyggjurnar aðeins lengra í burtu frá þér.
Ég er kvíðin en ég verð að takast á við hann með öllum þeim ráðum sem ég bý yfir...sum fáranlegri en önnur. Geðveiki mundi ég kalla það að fara með tvo drengi að heimsækja heimasætuna í Brighton, viku áður en hún á að skila mastersritgerð en vitandi það að ég sé fallega andlitið hennar þegar hún vaknar og líklega fæ ég að svæfa hana og ná úr henni mesta stressinu, það kannski hjálpar mér veit ekki með hana en eins gott að hún skili samt á réttum tíma.
Skil karlinn minn eftir í góðum höndum dóttur og með fullt af verkefnum þannig að hann á ekki möguleika á að sakna mín.
Mig langar að setja allt á HOLD en það er víst ekki neitt sem ég fæ ráðið við svo ég fer í annað en ég er kvíðin og mig langar að leggjast undir sæng og öskra en er löngu búin að uppgötva að það hjálpar ekkert...lífið bíður og það er ég að reyna að lifa eftir og koma áleiðis til strákana okkar. Ef ektakarlinn stendur uppi og þá stend ég uppi...og eins held ég að ef ég leggst ekki í kör þá stendur hann uppi....og svo það að hlaða á hann verkefnum það hefur hjálpað til.
...heyrumst eftir Brighton ferðalag
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:44 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.