23.7.2007 | 21:58
Gefa sjálfum sér tíma..
Dekur og meira dekur við sjálfan sig...hlýtur að skila þvi að ég get sinnt minum afleggjurum betur! Dekur þarf þá alls ekki að vera eitthvað sem er gott fyrir mig eina eða minn líkama..heldur líka það sem ég vill..mig langar og heilinn í mér þarfnast. Allir þurfa öðru hvoru að vera sjálfselskir og sinna sér...ekki biða eftir þvi að einhver annar geri það. Vinkona mín bauð mér með sér í dekur því hún var sannfærð um að ég þyrfti þess með og eins að þetta yrði skemmtilegt...sem og það var.Eftir mikið hangs í sítrónugufu enduðum við tvær í sitthvoru herberginu með líkamann útataðan i salti og olíu og á eftir vorum við að metast um hvor nuddarinn hefði verið betri...jamm þetta ætluðum við að gera að venju
Í gær dekstraði meira við mig og mina og bauð brosandi fólki i hamborgarveislu....og var svo með tvo afleggjara uppi í rúmi langt fram á kvöld þar sem við horfum á Harry Potter 1.....ummha..frábær stund Núna er ég og dekurkarlinn minn að fara með múttu ...í frí ....með nóg af bókum að lesa...reyna að koma lífi í líkamann.
Gott ráð til vinkonu sem hefur áhyggjur af aukakílóum...láttu fela fjarstýringuna á hverju kveldi.....þá hefur þú nóg að gera....leita og leita.
Koss og knús
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Athugasemdir
já takk fyrir boðið :) gaman að sjá fólkið =)
Kraftakallinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 01:18
Takk fyrir frábæra brosveislu . Hafið það sem allra best í útlandinu.
vinkonan með áhyggjurnar (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 07:57
Hæ hó nú eru þið á leiðinni í flugvélinni og strax er ég farin að sakna mömmslu :) Hvernig tókst þér að gera mig af svona miklum mömmufílki . LOVE YOU ...
HVAÐ Á ÉG AÐ HEITA ( Afleggjari númer 2 ) (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 12:21
Kom heim hálf 8 enginn heima ,fattaði þá að þaug voru kominn í stóra ljósalampann sem bilar víst sjaldan,gaman hjá þeim en ekki mér
heiri
málarinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 19:54
Kom heim hálf 8 enginn heima ,fattaði þá að þaug voru kominn í stóra ljósalampann sem bilar víst sjaldan,gaman hjá þeim en ekki mér
heiri í ykkur seinna
málarinn (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 19:55
Málarinn góður í stafsetningu híhíhíhí .......
Afleggjari númer 2 (IP-tala skráð) 24.7.2007 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.