Skrýtnar sögur

Róleg heit...hvað er það?  Upplifi það oft eins og ég sé í erfiðri fjallgöngu...mikil áreynsla og það eina sem ég kemst að er hvar er lautin.  Lautarferðir þegar ég var yngri snerumst um okkur systkinin og það sem mamma hafði útbúið í nesti.  Í gær var erfið brekka.....mikið álag í vinnunni, sonurinn kominn heim með fullt af spurningum, prinsessan ekki að skilja það að ég væri ekki komin yfir til að sækja gjöfina mína, ömmustrákuri á vergangi og svo kom símtal frá Afríkunni um að heimasætan hefði slasað sig.  Um leið og allir þessir voru að reyna að ná tali á mér var ég að undirbúa viðtöl við foreldra, fara yfir bókhald með samstarfskonum mínum, setja annan í starfið og reyna að gleyma því hvað væri framundan Crying  Það tókst í gær!  Get hlegið af því núna að mitt í öllu ruglinu í gær þá þurfti ég að tala við minn fyrrverandi vegna heimasætunar að þá hringdi ég fyrst í minn ektamann og skellti svo á hann þegar ég fattaði að ég var ekki að tala við rétta manninn.  Grin Já svona er að fylgja ekki beinu...sléttu línunni í lífinu..þá fær maður svona erfiða fjallgöngu öðru hvoru.  Daman í Afríku hafði (bara) skorið sig ansi illa á glerbroti á einni tánni að ekki var hægt að loka sárinu og hún á ferðalagi í sveitaþorpi fyrir utan Cape town.  Mamma þetta bjargast sagði hún..og ég verð að treysta því. 

Góð vinkona í vinnunni sagði mér að vera  stillt við læknana því allir muna eftir  óþekku börnunum..hmm og ekki vil ég láta þá muna eftir mér.ónei!  Einn bjór með vinkonu og bókhaldið kláraðist í kvöld..vantar bara einn stimpil.  Freistandi að fara að gera eitthvað meira en held að ég sé á besta staðnum...upp í rúmi með guttann minn sofnaðan við hliðina á mér. 

hugs!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ljón: Þegar þú mætir erfiðleikum, er eðlilegt að vilja hlaupast á brott. Í augnablik viltu vera sem lengst í burtu. Leiðin út er að taka strax á vandanum.

Þetta er stjörnuspáin okkar fyrir daginn í dag.

vinkonan (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Inga María

Sá sem semur svona bull..hlýtur bara að vera okkur nákominn...innanhúsmaður!

En ég er öll að koma til....með vitamín í vasanum 

Inga María, 26.9.2007 kl. 20:03

3 identicon

Ef hamingjan hikar á leiðinni farðu þá á móti henni.

Dagmar (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:34

4 identicon

jæja þá er þetta afstaðið velkomin heim og mundu ekki lyfta neinu í 4 - 6 vikur.

Knús til þín

vinkonan (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband