Verkin dæma þig

Mér ofbýður þetta sukk á mönnum sem fengu kosningu inn í borgarstjórn. Þarna er augsýnilega nóg af peningum og náttúrulögmálið allsráðandi.  Grunnsþjónusta við borgarbúa hlýtur að vera að allir borgarbúar búi við sama borð varðandi lífsgæði.  Nægir þar að horfa  til menneklunar á leikskólunum, þjónunsta innan grunnskólanna er lakari en áður og ummönnun aldraðra og öryrkja er sorgleg þar vantar fólk sem er menntað í málum þeirra.  Afhverju er það svo að nóg er til að fólki sem vill vinna með peningana okkar en minna um að fólk vilji vinna nálægt fólkinu í landinu. Ég tek ofan fyrir Svandísi Svarsdóttur að hjóla svona í þessi mál og gefa þeim enga grið fyrr en hreinsun hefur orðið á borði ekki bara í orði!!

Elsta dóttir mín er búin að leita mikið að menneskju sem vill vera liðveislan hennar og þegar það hefur tekist þá er ég alltaf jafn undrandi að einhver fáist til starfsins því launin eru bara brandari og í flestum tilvikum á er viðkomandi að mennta sig innan fötlunargeirans.  Heyrði frábært viðtal við Freyju á Bylgjunni á sunnudagsmorgun, sem er öllum stundum bundin við sinn hjólastól  þar sem hún segist sjálf fá að ráða þær manneskjur sem vinna með hana, erfitt verk en þessu stýrir hún sjálf

Ein grátleg saga af kerfinu:  Dóttir mín býr í sjálfstæðri búsetu eins og það kallast, ekki sambýli, en þjónusta er tiltæk 20 tíma á sólahring...já bara 20.  Hún þarf alla hjálp ...kemst ekki fram úr rúmi, klæða sig, wc. ferðir, böðun, og meira og meira.  En hún þarf enga hjálp við að hafa gaman af lífinu og það gerir hún stöðugt, stjórnar sínur græjum, tölvum og heimabíóinu með fjarstýringu úr hjólastólnum sínum. Ferðast þegar hún nær að safna fyrir sig og hjálparmönnum.  Ekki hægt að vorkenna þessari stelpu InLove  En semsagt hún  vildi láta setja upp betri dyrasíma.  Var með síma eins og flestir þar sem lyfta þarf tóli og ýta svo á taka til að hleypa inn..nei þetta gekkk ekki upp svo fyrst var sett upp kerfi þar sem hún gat opnað úr stólnum sínum og þá fyrir hverjum og einum.

Hún fær dyraat eins og aðrir og svo er til fólk sem misnotar sér svona aðstæður fólks og það hefur hún fengið að finna fyrir.   Svo hún sótti um til TR að fá betra tæki þar sem hún geti séð þá sem koma,,,myndsíma.  TR var til í að borga 25% í síma og uppsetningu en það ódyrasta var þá að dóttir mín borgaði 45000.  Þar þurfti hún samt að opna með fingunum til að heyra rödd viðkomandi...en ekki séð það og það var bara ekki nógu gott svo hún tók besta tilboðið þar sem hún sér viðkomandi í tölvunni sinni um leið og er hringt á bjöllunni fyrir utan og getur þá ráðið hvort hún hleypir inn eða talar við viðkomandi.   Tækni sem hentar hennar fötlun og hún getur stjórnað sjálf.  Þarna borgaði dóttir mín 200.000 í þessu apparati öllu.  Góðir aðilar styrktu hana og þar með gat hún látið drauminn rætast um að vera örugg á sínu heimili.   Þetta fannst fólki sem vinnur hjá TR bruðl...

Ef einhver þekkir einhvern sem hefur áhuga að vinna með fatlaðri ungri konu þá endilega benda á hana dóttur mín. Vinnan felst í því að fara með henni í  Kringluna, á kaffihús, bío eða hanga heima og kjafta og horfa þar á danskar myndir.  Ákjósanlegt ef viðkomandi hefði áhuga á danskri menningu.

Svona í lokin..hélt ég væri að verða betri,,,veit varla hvar samt en ég fór í jarðaför hjá fyrrum tengdapabba mínum, hlýjum og örlátum manni sem gerði allt fyrir alla og eftir á þá var augsýnilega of erfitt að sitja svona lengi í sömu stellingunni. 

Heyrði í forfallakennaranum mínum líka í gær og hann er búinn að segja uppLoL Þetta fer að verða spennandi skólaár fyrir stjórnendur er reyndur maður sem unnið hefur bæði kennslustörf, verið stjórnandi og kennt í unglingadeild er að gefast upp á skólastarfi eins og það er í dag.  Ég hér heima og hef lúmskt gaman af...mínir yndislegu nemendur gera aldrei neitt..algjörir englar...en gera hann andsnúnan kennslu!!  Kíkji í atvinnuauglýsingar svona við tækifæri..hmm.

knús 

 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú ert bara í ham. Heldurðu ekki að forfallakennarinn hafi fengið eitt bréfið enn. Dagurinn algjörlega fullur, kennsla og fundir frá 8:10 - 17:00 og síðan leikfimi eftir það. Vonandi verður þú hress á fös ef Hallgerðarkonur hittast, það er ekki alveg ákveðið. En við vonum að úr verði.

Knús og mikið að góðum hugsunum til þín frá mér.

vinkonan (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 21:16

2 identicon

ég fæ reyndar 24 tíma þjónustu

princess (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 01:04

3 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Vildi að ég þekkti einhvern sem hefði þekkingu og getu til að sinna þessu starfi sem þú lýstir.

Heyrði í dag að stjórnendur flestra fyrirtækja teldu sig vanta starfsmenn.

Eina atvinnugreinin sem hefur vaxið er fjármálageirinn.

70% stjórnenda í fjármálageiranum töldu sig vanta fólk í maí en einungis 30% stjórnenda í fjármálageiranum telja sig vanta fólk núna.

Góðan bata

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 12.10.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband