26.10.2007 | 11:55
Símatímar
Heimilislæknirinn minn er með símatíma eins og ég nema hann er miklu vinsælli hjá sínum viðskiptavinum en ég. Simatíminn varir í hálftíma og ég beið í 20 mínútur! Mínum símatíma vari ég yfirleitt við að ná í einhverja foreldra eða stjórana í húsinum.
Ansi langt síðan einhver hringdi í mig..er það út af þvi að ég er svona leiðinleg...nei það fullyrði ég að ég er ekki. Líklega upplifa foreldra það að ef ég hringi ekki þá er allt í orden. En hvað er í orden í dag? Afhverju líta foreldrar ekki á símatímann sem einn kost til viðbótar við að ræða við kennara barns síns. Engar fréttir eru engar fréttir. En eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að hringja í foreldra..bara til að segja hvað allt gengur vel.
Margir kennarar í dag upplifa sig sem algjöran aukahlut þegar kemur að ákvörðunartökum innan skólans. Nýr nemendi í bekkinn...hvað það þarf ekki að láta umsjónakennarann vita neitt að því. Ef stuðningsfulltrúinn er fluttur til í annað starf innan skólans....hah kemur umsjónakennaranum það eitthvað við þó hann missi vinstri handlegginn sinn bara svona einn daginn og það án þess að fá einhverja deyfingu. Í þessu máli eru það ekki fleiri krónur í umslagið sem bæta starfið mitt.
Þar sem ég er enn í veikindaleyfi þá reyni ég nú eftir fremsta megni að útiloka þetta allt og jú ju mínir afleggjarar hjálpa til við það. Afríkumærin er að leggja af stað í þriggja vikna ævintýratúr og viðurkenndi það nú í gær að það væri betra ef ég gerði með henn gátlista til að pakka niður eftir...en ég er hér og hún í Suður-Afríku. Er samt ekki sátt við þá ákvörðun hennar að koma ekki heim fyrr en eftir jól...veit ekki hvernig hún fer að án sjúkraþjálfunar svona lengi...hvað þá okkar allra hér heima
hugs
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 27.10.2007 kl. 00:10 | Facebook
Athugasemdir
Ég er foreldri, segðu bara hvenær símatíminn er og ég hringi. Bíð spennt því ég veit hvað er gaman að tala við þig. MH
Margrét Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 22:51
YES..símatíminn fyrir þig er 24 stundir á sólahring...eitt sinn skáti..ávallt...viðbúinn!
Inga María, 29.10.2007 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.