4.11.2007 | 23:00
Skrýtnir dagar
Nú er heimasætan lögð af stað í ævintýraferð sem stendur yfir í 3 vikur..ekkert símasamband...en elsku mamma..ef þú færð sms frá þessu númeri þá verður þú að hafa samband við höfðuðstöðvarnar og ath. með mig. Já já hugsaði ég ..þá er bara eins gott að ég fái ekkert sms! Hvar þessi kella fær þetta þor og þessa elju að takast á við þetta erfiða verkefni. Allir búnir að segja að hún hefði ekki þá líkamlegu burði til að fara í þessa ferð..en hvenær hlustar hún á þá..og eins gott að þeir skilji hana ekki eftir í miðju klettaklifrinu eða selji hana fyrir eina belju eins og tíðkast á þessu svæði.
Systir hennar komst að á Vogi sem er yfirfullt að venju og nú er bara að sjá til hvað hún er tilbúin að leggja á sig til að ná bata á ný....en í þessum málaflokki eins og öðrum eru vandamálin mörg en lausnirnar fáar.
Vinnan hafin að nýju hjá mér og mér sýnist á öllu að það þurfi mikla tiltekt á svæðinu.....reyndar á öllu svæðinu en e-ð þarf nú að fara að gerast svo allt besta fólkið fari ekki að yfirgefa skipið. Fer að sjá það í hillingum að fara í Húsdýragarðinn mörgum sinnum í viku.. einmitt! Er gott kaffihús þar?
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 5.11.2007 kl. 20:01 | Facebook
Athugasemdir
Já hvaðan ætli hún hafi þessa ævintýraþörf?????????????????? og að hlusta ekki á aðra hmmmmmmmm
Kaffihúsið er ágætt í Húsdýragarðinum. Gott að geta sparað þann pening sem maður eyddi í aðgangseyri á hverju ári. En svo getur þú líka legið í sundlaugunum alla daga og fengið kaffi þar.
vinkonan (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 08:32
..er kaffihúsið ágætt.....halló...við erum að tala um gott kaffi...
Inga María, 5.11.2007 kl. 17:56
hae mamma min... tu truir tessu ekki.. eg er ad fa sma smakk af sidvaedingu i 2 daga.... heitar sturtur, bord, rum... ahhhh svo gott :D en svo er tad aftur i eydimorkina a sunnudaginn... engar sturtur, klosett.. usss usss... en bara gaman ad tessu :P klifradi uppa dune 45 i gaer, bara nokkud stolt af tvi. Er haesti 'hollinn' i eydimorkinni herna, eda var allavega. Stor sandkastali. Hef tekist ad slasast ekkert of alvarlega, engin brotin bein... enntha.... ;) bara fallhlifarstokk a morgun ;) en eg er yngst i hopnum herna tannig tad er hugsad vel um mig, tarft engar ahyggjur ad hafa elsku mamma. er med 20 manna fjolskyldu herna.. xxxxxxxx
Katrin (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 14:13
Hæ Inga. -Innlitskvitt- Það er greinilega nóg að gera í stórfjölskyldunni!
Sjáumst,
Gunnlaugur B Ólafsson, 10.11.2007 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.