23.12.2007 | 21:48
Vonin er stillt...
Vika liðin síðan heimasætan kom heim.. og stjupdóttirinn komin frá Danmörku með kærastan og það er eins og hvirfilbylur hafi gengið yfir heimilið...fylgir líklega fleirum í heimili og þetta ástand minnir mig oft á jarnbrautastöð. Hér áður fyrr var þetta viðvarandi ástand en núna er erfitt að kenna gamalli konu..mér...að taka upp fyrri siði. Ég er líklega orðin vön of góðu...hafa kallinn til að dekra við mig..og einkasonurinn dúllast á milli okkar! Mikill galli hjá mér að vera að stjórnast í öllum en ég þurfti að taka yfir þegar ég heyrði veikindasögu af danska tengdasyninum.....og sendi kallinn beint með hann upp á slysó þar sem hann fékk meðferð undir eins. Heimasætan ákvað að fara strax að vinna og þar sem ætlunin er að læra sálfræði þá ákvað hún að hafa samband við leikskóla og jú allir vildu þeir hana en Hagkaup bauð betur...og þar er hún frá 10-10....og ferðataskan, óhrein föt og allt annað bíður betri tíma!
Þar sem ömmusonur hefur haft búsetu hér undanfarið þá hafa hlutverkin á heimilinu aðeins breyst og allir hafa þurft að aðlagast. Mamma hans enn í meðferð en fær að koma heim annað kvöld, borða með okkur og knúsa okkur öll. Núna í kvöld kom föðurafi ömmustráksins...en það eru heimsóknir sem ég tek inn á mig....er ömmusonur þeirra en þau sjá hann aldrei nema á afmæli og um jól. Segi alltaf að þetta sé það besta sem faðir hans hefur gert fyrir drenginn....það er að láta hann í friði á meðan hann er í neyslu. Koma tímar og þá betri tímar. Hann fékk risa pakka frá þeim og ég leyfði honum að opna hann með frænda sínum og þeir eru á fullu í lögguleik hér á gólfinu.....kannski von til þess að stráksi sofi lengur en til sex í fyrramálið. Hin ömmusonur er hjá pabba sínum og gisti líka hér í fyrradag...og þá var kátt í höllinni.
Í dag fékk ég svo fallegar gjafir frá vinkonum og enn fallegri kort frá þeim.....í bókinni sem ég fékk er á fyrstu blaðsíðunni....Ekki fer ég að leggjast niður og láta erfileikana troða mig niður og á disknum sem ég fékk er lagið fallega When I think of angels. Ég á eftir að knúsa þessar kellur vel og lengi....því þetta fór inn að steinhjartanu í mér. ...og hitaði gleymd svæði upp.
knús
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 24.12.2007 kl. 09:51 | Facebook
Athugasemdir
Gleðileg jól.
Kv Fjóla
Letilufsa, 24.12.2007 kl. 10:05
Elsku Inga mín
Gleðileg jól og takk fyrir allt.
Knús til þín og þinna
kv. Íris
Íris vinkona (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.