12.2.2008 | 14:28
Veiku börnin hennar Evu...
Kom að því að ömmustrákur varð veikur og þá er nú gott að hafa nokkra fullorðna á heimilinu þannig að það varð bara úllen dúlllen doff...hver á að vera heima hjá honum. Katarína hefur verið í þvi hlutverki í tvo dag og ég komið svo heim um hádegi....já ekki allir svona heppnir að hafa móðursystur í kippum í kringum sig...en mamma hans á þrjár aðrar systur í næsta húsi sem líka er hægt að hóa í....auka sett af ömmum og öfum og frændur sem fara á taugum að vera nálægt þessum litla dreng. Hann veit líka alveg hvernig hann getur fælt fólk frá sér..kann réttu orðin til að allir fái nóg og neita að passa eða gera annað skemmtilegt með honum. Hann er haldin ömmusýki...segir það sjálfur í tíma og ótíma...heldur um leið að hann sé að vinna einhver stig inni hjá mér.
Við erum semsagt tvö þrjósk saman...fáum til skiptis að velja myndband í tækið....Star wars og Hugh Grant...góð skipti segi ég.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 14:38 | Facebook
Athugasemdir
verst að geta ekki hjálpað til líka er ég ekki ættleidd móðursystir hehehehe
vinkonan (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.