Vindar blása á ný

HetjaHeill bunki af hvifilvindum hafa þotið yfir og um hjarta mér undanfarið.  Ef einhver hefði spáð að svona yrði þetta bara um ókominn ár þá hefði mér fundist það ansi langsótt....en þar sem ég er augsýnilega með breiðasta bakið þá er nú gott að hugsa til þess að fyrst það er eitt...afhverju þá bara ekki allt!

Yngsta dóttirinn er aftur farin af stað...nei ekki ólétt..Tounge ..en farin að kanna ókunnug lönd og safna í reynslu bankann!  Nú er það Víetnam...og vinnan felst í að sinna geðfötluðum börnum.  Get ekki sagt að þetta hafi verið gleðitímar.. undirbúningurinn fyrir þessa ferð.. var satt að segja erfiður fyrir okkur báðar.  Áður fyrr pakkaði ég niður, skipulagði, verslaði og þvoði en núna er litli skátinn minn orðin fullorðin svo ég fór bara á efri hæðina og nagaði neglur á meðan hún var með vinkonum að pakka.  Miklur umræður um hvað marga brjósthaldara þyrfti....tjí heyrðist þá í mér...engan þar sem þeir taka pláss ..en nei nei  ég var bara gamaldags!   Hér gekk hún um gólf með þennan svaka bakpoka á bakinu til að athuga það hvort hún nú gæti þetta....og ég í því að hrinda henni fram og tilbaka til að sjá með jafnvægið.  En þetta gat hún þó vinstri hliðin sé meira og minna ónothæf til mikilla verka.  Verður spennandi að heyra í henni þegar hún verður búin að koma sér fyrir og hitta fjöslkylduna sem hýsir hana.

Bróðir hennar..sonur minn ...jafngamall er líka að fara að kanna nýjar slóðir en ekki eins langt í burtu en núna er það Vogur sem verður aðnjótandi nærveru hans.  Stóra systir að koma úr meðferð og þá fer hann inn Shocking   Ömmustrákur farinn að mæta á fótboltaæfingar eins og frændi og það verður sko gaman í kotinu þegar hann fær að sofa hjá múttu sinni um helgina.   Bara kannski ró og friður í nokkra daga...hmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Inga, þú ert dugleg að reka "stórfyrirtækið" þitt. - Gaman að sjá vídeíð með Lísu hérna fyrir neðan, var með þetta lag á heilanum á tímabili og spilaði mikið. Frábært lag, skemmtilegt og hugljúft  

Gunnlaugur B Ólafsson, 5.3.2008 kl. 22:58

2 identicon

vei vei vei nýtt blogg

Rólegt segir thu ekki alveg viss um thað hihi

Sammála með brjóstahaldarana bara sleppa teim

vinkonan (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 21:04

3 identicon

olett??? biddu biddu.... hvadan kemur tad? haha

en eg er komin til Bangkok heil af hufi elsku mamma, nu er bara ad bida 11 tima her a flugvellinum eftir naesta flugi. heyrdu svo fyrirgefurdu mer vonandi ad eg stal bok fra ter, Dexter, til ad lesa a tessu 2 daga ferdalagi, en hun fer vaentanlega i ruslid eftir lesturinn. Otarfa tungi skilurdu, alveg a vid 5 brjostahaldara ;)

kysstu viktor og oskar fra mer!!! xxxxxx

Yngsta dottirin (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband