Grá þoka...

Friður ríkti þar til síminn hringdi á laugardagsmorgun með þær fréttir að dóttir mín væri fallin og að hún væri búin að skaða sig eina ferðina enn.

Er mjög þakklát yfir að hún eigi góða vini sem sem hafa það að leiðarljósi að halda sambandi við mig sem í þessu tilviki gerði það að verkum að ég var tilbúin þegar hún svo hringdi sjálf.   Erfitt að útskýra það fyrir einum fimm ára að hann sé ekki að fara að lúlla hjá mömmu sinni.  En mér tókst að ýta þessu aðeins til hliðar og fara á kvennafund á Nasa þar sem kvennleg nálgun var umræðuefnið.  Þar fékk ég  sms um það að hún væri komin heim og væri sofnuð upp í rúmi.  Vissi ekki hvort ég ætti að vera fegin eða reið...en saltaði það þar til ég kæmi heim!  Staðan er nú að hún vill komast inn einhversstaðar og þeir á áfangaheimilinu segja að hún haldi íbúðinni ef hún gerir það.  En ekki er nú um auðugan garð að grisja. Hún fór upp á spítala og fer aftur á morgun og talar þá við ráðgjafa þar. Bróðir hennar hringdi líka og var þá búin að frétta um systur sína og vildi vita hvort væri í lagi með hana.  Hvað er að vera í lagi ...spurði ég.  Minn vannmáttur er algjör....þau ráða ferðinni og ég er á hliðarlínunni ef þau þurfa minn stuðning.

Vona að þetta gangi upp á morgun!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hvað e að henni. hun á tvo synno sem þarf að sinna skil hana ekki. eg vildi að eg gæti gert eitthvad til að hjálpa. en  nú langar mig helst gráta eða fleygja hana

Rakel (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 00:08

2 identicon

omurlegt ad eyra. vona bara ad tu traukir elsku mamma!! hugsa til tin! byrja ad vinna a morgun. mjog spennt. blogg a leidinni. hugsa til ykkar xxxxx

Katrin (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 09:32

3 identicon

Vonandi kemst hún inn  Hugsa til ykkar og tú veist að ég er alltaf til fyrir tig og thína

 Fullt af knúsum til ykkar allra

vinkonan (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 19:26

4 Smámynd: Letilufsa

Sendi þér baráttukveðjur og vona að allt fari á besta veg.

knús frá bumulínu

Letilufsa, 17.3.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband