28.3.2008 | 23:47
Urð og grjót..upp í mót!
Allt gott að frétta af litla ferðalangnum mínum í Hanoi...segir hún sjálf. Blá og marin eftir ferð sem átti að vera fær fyrir fatlaða brjálæðinga en um stund hélt hún víst að hún væri upphafið að nýju Róbinson Krúsó ævintýri. Þetta er mynd af einu bjarginu sem hún varð að komast yfir en slóðin að blogginu hennar er hér til hliðar. Sætir og huggulegir drengir á hverju strái og og nóg að gera við að kanna bjórtegundir landans. HVAÐ HEF ÉG ALIÐ AF MÉR? ..skrýmsli hef ég nú kallað þau í nokkurn tíma. Nei hetjan mín...nóg erum við víst mörg sem vildum vera að gera þetta eða látum okkur dreyma um það. Við eigum að stefna á það að láta sem flesta okkar drauma rætast.
Elsta dóttirinn er líka i þessum gírnum..og sér bara Danaveldi í hillingum..og viti menn..enn á ný er gott fólk farið að styrkja hana til að láta þennan draum sinn rætast.
Hún er sú eina sem hefur einhverjar áhyggjur af því að mútta gamla ljúki ekki við skattaskýrsluna sína....en það að eiga afleggjara í tugatali þýðir ekkert endilega að æviábyrgð á framtalsskilum hafi fylgt þessum krílum inn í þennan heim er það.
Fíklarnir mínir standa sig líka vel í því sem þeir eru að gera...virkilega vel meira að segja en sem betur fer eiga þau kannski ekki mikla samleið í batanum. Kraftakarlinn minn býr hér hjá mér og fékk herbergi brjálæðingsins og dóttirin fékk íbúð leigða og stundar dagsmeðferð og svo er það Jesú og hans vinir á kvöldin. Já ólikir einstaklingar en eiga það sameiginlegt að standa sig vel í því sem þau eru að gera.
Ömmustrákur telur niður dagana að fimm ára afmælinu og farinn að plana hverjir fara á gestalistann og veitingar sem hann vill hafa í veislunni...frábæra hugmyndir sem koma frá honum og engin kvíði í gangi þetta árið varðandi of marga gesti. Við ákváðum það í sameiginlega að hann mundi skipta um leikskóla síðasta árið sitt fyrir skólagöngu þannig að hann mundi kynnast vinum hér í hverfinu og það besta við það að leikskólinn er hér beint á móti....hann mun ná því fljótt að klifra bara yfir girðinguna þegar hann vill komast heim. Ný reynsla svo í gangi fyrir mig í dag...og minnti mig á leikritið um Línu langsokk því barnaverndinn kom í heimsókn. Jamm og bara 6 mánuðir síðan þetta mál allt kom til þeirra. Hún sagðir strákunum það að hún væri að athuga hvort mamma og pabbi, afi og amma hugsuðu ekki vel um alla krakka. Hmm sagði þá ömmustrákur..en hver athugar þá hvort við hugsum vel um ömmu. Nú sagði kella eruð þið ekki alltaf svo góðir....hmm nei ekki alltaf ..við ráðumst stundum á hana og höldum henni niðri og kitlum hana sagði minn maður áhyggjufullur á svip. Upplifunin var mjög skemmtileg af þessum tveimur prökkurum hlæjandi af tilhugsuninni einni saman af mér með þá í kássu ofan á mér í hláturskasti. Semsagt bara skemmtilegir tímar framundan...fjör á öllum vígstöðvum og nóg að gera og líka fullt af hlutum í gangi sem ég þarf að taka frekari ákvarðanir með seinna. Katarína....sækja um í háskólann!!!
Koss og knúsFlokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 31.3.2008 kl. 22:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.