6.4.2008 | 20:26
Fimm ára draumur.
Ömmustrákur hélt upp á daginn í gær með fullt hús af fólki sem virkilega sýndu honum hvað það þýðir að tilheyra stórri fjölskyldu. Amma og afi i næsta húsi gáfu honum nýtt hjól með pabba hans og það var stoltur maður sem fór svo út að prófa það seinna um daginn!
Hetjan í Vietnam...hringdi og sagði frá svo ótrúlegu ævintýri sem engin nema hún gæti einmitt lent í. Málið var að hún og vinkona ætluðu að skoða einhvern merkisstað og vegna fötlunar sinnar ákváðu þær að fara á eigin vegum svo þær gætu ráðið ferð!! Til að gera langa sögu stutta þá ...eftir margra tíma göngu upp í móti uppgötvaðist að þær hefðu á einhvern hátt snemma í göngunni farið vitlausan stíg og voru sem sagt á leið á hæðsta tind landsins. Segist vera með ansi auman skrokk og margar rispur! Hugs Katarína.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 7.4.2008 kl. 12:46 | Facebook
Athugasemdir
halló inga maría manstu eftir mér ? ég rak augun í myndirnar þínar og sá þá að þú átt hana Katrínu sem var með mér í spænsku í fb og sé hér að hún er enn að ferðast :) mikið ertu rík af afleggjurum, ég er svo aldeilis
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.4.2008 kl. 21:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.