Von og meiri von..

Þreyta sagði til sín í dag eftir að vinnu lauk og það var eins og ég hefði tekið sjálfa mig niður af herðatré..og ég lá krumpuð í klessu á gólfinu.  Minn ektakarl hafði heyrt frá Jakopi lækni að æxlið væri hægt að fjarlægja en Aron heila.....skurður er ekki landinu en væntanlegur á þriðjudag.  Held að ég upplifi þetta eins og um frábærar fréttir...gleði..gleði!   Held líka að minn karl sé á þeirri línu að meðan eitthvað er gert þá er eitthvað að gerast gott.   Prinsinn skildi ekkert í múttu sinni að þurfa að leggjast í 10 mín...já bara 10m mín. upp í sófa með lokuð augun og þurfa ekki að segja neitt.  Hey mamma ég á að mæta á fótboltaæfingu....vertu ekki svona mikill letipúki....ég sendi honum marga kossa í huganum þar sem hann tautaði yfir þessu framkvæmdaleysi móðurinnar InLove

Fór svo til hennar elstu minnar og knúsaði hana en hún er á fullu að safna fyrir enn einni Danmerkurferðinni....og það gengur það vel að hún er búin að panta flugið, hótel og velja sér liðveislu til hjálpar.  Hún er mín fyrirmynd því þolinmæðin sem þessi unga kona hefur...og vissan um að þetta takist hjá henni er aðdáunarverð.  Þolinmæðin er viss von...von um að eitthvað gott gerist..hvað sem það svo verður. 

Knús til þin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

fallegar hugsanir til ykkar

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.4.2008 kl. 19:07

2 identicon

góðar kveðjur til ykkar, knús

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 17:46

3 identicon

hae elsku mamma min, var gott ad 'heyra' adeins i ter adan. lattu mig vita hvernig allt gengur. er ad hugsa til ykkar!! xxxxxx

Katrin (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband