Á sama tíma..hvern morgun

Vanagang...hvað er nú það.  Ætti nú ekki að koma mér neitt á óvart þegar hlutir sem ganga upp..ganga svo alls ekki upp.  Ég er augsýnilega hætt að kippa mér upp við margt sem annað fólk mundi tapa sér yfir.  Þolmörkin orðin hærri og oft kem ég sjálfri mér á óvart með ró minni yfir fáránlegustu uppákomum. Nema þetta séu bara svona góðar varnargirðingar sem ég er búin að koma mér upp?

 Sonur minn eldri birtist hér allur skrámaður eftir handtöku lögreglunar og atburðarrásin var það fáránleg að jafnvel ég sagði bara já já!   Hann fékk ekki að hringja eitt símtal eins og maður upplifir í bíómyndum, ekki læknishjálp og var svo yfirheyrður seint næsta morgun.  Þarna fékk líka lögreglustofnunin aðgang að honum og gat birt honum stefnu vegna vangoldinna sekta og honum ber að sitja af sér fjóra daga í fangelsi..hmm hugsaði ég þegar ég las það...eru ekki öll fangelsi full og á að eyða plássi í svona vesaling! Blush

 Minn ektakarl er á fullu að undirbúa sig undir aðgerðina sem verður gerð á miðvikudagsmorgun...enda þá sólahringur í það að margir svæfinga og skurðstofu hjúkrunarfræðingar hætta störfum. Skammtíma minnið  aðeins farið að versna og hann þarf að fara að skrifa meira niður það sem er sagt við hann og það sem hann þarf að gera.

Hann fer út á línuskauta...og kemur heim aumur og skakkur..hann fer mikið út að ganga og svo elskar hann heimilsverkin meira en venjulega þessa dagana InLove  Doksi segist geta farið inn á sama stað og síðast þannig að það verða kannski e-ð færri heilafrumur sem verða fyrir hnjaski.  Minn ektakarl segir að það sem hann kvíði mest fyrir er að geta ekki geispað í svo og svo langan tíma eftir aðgerðina.   Gott ef það er ekki meira til að hafa áhyggjur af. 

 Prinsinn fékk að sofa hjá vini sínum í gærkveldi og við skötuhjúin sáum fyrir okkur notalegt kvöld...sofnuð fyrir tíu eða e-ð svoleiðis...huggulegt. Tounge   En nei nei ömmustrákur vildi ólmur fá að leyfa frænku sinni að sofa núna hjá okkur...enda hann oft búinn að fá að sofa hjá henni og nú væri komið að henni,  Hér þýddu ekkert þau rök um að afi hans(my ex) væri nú pabbi hennar...enda frænka hans alveg sammála um það að hún þyrfti að fá að prófa þetta og það voru ánægðir krakkar sem hlupu yfir til að ná í náttföt og alles handa dömunni.  Kvöldið endaði með því að minn ektakarl og ömmusonur voru sofnaðir en ég og litla daman...sem er jú líka litla systir dóttur minnar og mikill svipur með þeim...lukum við að horfa á Óskar hákarlabana.     

En vangagangurinn hélst í morgun þegar ömmusonur vaknaði á sínum tíma 6:30...til að ná í blöðin fyrir ömmu gömlu.W00tW00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Sigríður Grétarsdóttir

sumir hlutir eru bara ekki í okkar höndum ... þegar ég lít yfir daginn að kvöldi hugsa ég stundum ... hvað er ég að gera plön? ég hef enga stjórn á neinu sem gerist ... kærleikskveðjur til þín gamla mín og ykkar allra, spurning um að  biðja doksa að skilja heimilisverkaástina eftir  ...  bið fyrir ykkur

Elín Sigríður Grétarsdóttir, 26.4.2008 kl. 12:02

2 identicon

Rólegheit á þínu heimili hvernig datt þér það eiginlega í hug hehehehehehe

vinkonan (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 13:08

3 identicon

Er ekki alveg að ná fjölskyldusamsetningunni en átta mig á að það eru líkast til fleiri en ég sem eiga ættartré sem líkist fremur rósarunna en grenitré   Hlýjar hugsanir og kærleikskveðja, hugsa sterkt til ykkar á miðvikudagsmorguninn.  Ég rifja upp með sjálfri mér þessi spor fyrir rúmu ári og hvað það var mér gott að tala við aðra konu sem hafði gengið í gegnum þetta nokkru áður - ef þér sýnist svo og hefur tíma til þá er netfangið mitt vilborg(hjá) snerpa.is

Vilborg D. (IP-tala skráð) 28.4.2008 kl. 23:08

4 identicon

Oskar hakarlabani??! missti eg af e-rju..? haha sidast tegar eg vissi var hann ad skipa mer ad halda mer i haefilegri fjarlaegd fra ljonunum i afriku... og svo er hann bara ordin hakarlabani?! ;)

hugsa til ykkar a morgun!!! alveg a 100...... xoxoxxxooo

Katrin (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband