29.4.2008 | 23:44
Hönd í hönd
Það er komið að því sem ég hef ýtt á undan mér í langan tíma...ég og prinsinn liggjum hér saman upp í rúmi en minn ektakarl kominn upp í spítalarúm. Önnur aðgerðin sem hann fer í en það eru rúmlega þrjú ár síðan hann fór í þá fyrri en fjögur ár síðan hann greindist með æxli í heila. Það æxli reyndist vera að hluta þriðju gráðu æxli en því miður líka af fjórðu gráðu. En það hefur ríkt kyrrð þarna á þessu svæði þar til nú.
Minn ektakarl var hress og ákveðinn að lesa fyrsta kaflann í bók sem ég gaf honum og vildi ekkert að ég væri að hanga yfir honum....vildi fá frið til að fara að lesa.
Ekki get ég nú sagt að ég hafi verið góð ektakvinna í dag.. stakk af til Egilsstaða til að kynna nýjan kjarasamning og verð nú að segja að um stund vissi ég ekki hvort ég kæmist í bæinn í kvöld vegna veðurs. Þarna snjóaði og mikill vindur var og að keyra yfir til Djúpavogs...og tilbaka...en á skiltinu yfir Fagradal stóð óveður! Ég ákvað að loka augunum og segja ekki neitt og treysta þessum frábæra bílstjóra en eyrun námu öðru hvoru því að engar stikur sæust...og erum við réttu megin. En ég komst heim í fangið á mínu fólki....og til þess að skutla mínum manni á spítalann....hmm já rétt svo.
Upplifi svolítð eins og heimilið sé í sóttkví...fólk forðast að hringja..og alls ekki að tala við minn mann. Er það þannig sem maður getur látið eins og ekkert sé að...engar óþægilegar hugsanir skjótast fram og allt er í sómanum....eða kannski alveg óþarfi að ræða það sem lítið er?
Á morgun...veit ég að ég ætla mér að kenna fyrstu tvo tímana...og sjá svo til.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 30.4.2008 kl. 09:43 | Facebook
Athugasemdir
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 30.4.2008 kl. 12:21
Ætli fólk sé ekki í vafa um hvað sé eiginlega ,,rétt" að segja í svona kringumstæðum og hrætt við að segja eitthvað ,,vitlaust"? Ég held það. Óttinn við mistök veldur því að ótrúlegasta fólk verður orðlaust þegar á reynir, einmitt þegar við þurfum á því að halda að heyra að það sé til staðar fyrir okkur. Þegar við þurfum kannski bara að heyra að það hugsi til okkar og sé tilbúið til að hlusta á áhyggjur okkar, drauma og vonir. Það eru of fáir sem kunna að hlusta án þess finna sig knúna til að vera með lausnir og svör á takteinum. Gangi ykkur sem allra best með allt og allt, haltu endilega áfram að treysta "bílstjóranum" fyrir því sem er Hans/Hennar og ekki á þínu valdi
Vilborg D. (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 14:48
Hugs hugs hugs
vinkonan (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 16:44
Hey elskurnar.
Fundum siduna hjá ther eftir mikla leit ;)
Mamma búin ad vera ad reyna ad ná ykkur. Vona ad hún nái í thig í kvold.
Gott ad lesa ad allt hefur gengid vel hjá Sigga. Erum búin ad vera med hugann hjá honum. Skiladu gódri kvedju til hans og fadmadu sjálfan thig frá okkur og knúsadu afleggjarana. Verst ad thessi ferd er á sama tíma og thid erud ad ganga í gegnum thetta. Sendum ykkur hlýja strauma hédann. Afsakadu íslensku stafa leysid en tolvurnar og lyklabord eru ekkert ad thýdast enn.
Kaer kvedja.
Mamma, Peta og Saevar
Mamma, Peta og SS (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 19:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.