Andartök..


Ef sólin gæti nú brætt allar efasemdir á brott....þá væri gott að fá fleiri svona daga.

Prinsinn var ákveðinn að taka þátt í Fjölnishlaupi í dag og vinna til verðlauna fyrir pabba sinn.  Yndislegt að heyra þá vinina tala um að skokka þetta saman og enginn mátti stinga annan af....svo komu þeir heim með gull, silfur og brons.  Frábærir strákar sem sögðust meira að segja hafa stungið skólastjórann sinn af...geta það sem þeir ætla sér.

Líðanin hjá mínum ektamanni hefur ekki verið góð í dag...miklir verkir og flökurleiki að fara með hann.  Hann er kominn í svítuna sína og vill helst sofa þetta allt af sér.  Vill ekki hafa neinn hjá sér..öll lykt fer í hann og hann nennir ekki að hlusta á neinn..hvað þá tala.

Ég hef því eytt mestapartinum af deginum út á palli..sól og fuglasöngur og skemmtilegir nágrannar sem stoppa við.

 Góð vinkona kom hér við...og sagði sögu af starra sem flaug inn um gluggann hjá henni í morgun sem hún sagði  sanna þá fullyrðingu sína að meira segja fuglar halda að hún búi í hreiðri ...e-ð sem hún er búin að kvarta við sinn karl lengi.  Kötturinn á heimilinu  hélt að nú væri bara veisluhöld og svaka eltingaleikur hófst í þessu ...litla rými.   Nei ferfætlingurinn fékk ekki steik í matinn í þetta skiptið..en ég bíð spennt eftir fleirum svona skemmtilegum uppákomum frá þessu heimili. En fyrir viku þá læstist unglingurinn þar sig inn á baðherberginu..læsingin bilaði..og í stað þess að brjálast og brjóta upp hurðina þá lagði hann sig bara þangað til þetta uppgötvaðist af öðrum heimilismönnum.  Hann fær þolinmæðisverðlaunin hjá mér þetta árið. 

Lofaði prinsinum að hann gæti hitt pabba sinn á morgun...hann sefur í pabba plássi þar til hann kemur heim en hann segist hafa lofað föður sínum því...og ég læt sem ég trúi því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýjar kveðjur til þín ,,systir"

Vilborg D. (IP-tala skráð) 3.5.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband