3.5.2008 | 20:02
Sigurbros
Allt annað hljóð í mínum manni í dag..búið að taka umbúðir af skurðinum og hann byrjaður á fullu að ganga upp og niður stigana þarna...já og reyna við nammisjálfsalann!
Í gærkveldi var hann enn í miklu rússi en þetta er allt annar maður í dag...og segist vera farinn að hlakka til að koma heim og byrja gönguferðirnar á ný. Hann byrjar svo í lyfjameðferð í kjölfarið fljótlega til að ná hámarksárangri...og það verður þá í pilluformi.
Þegar hann fór í geislameðferðina fyrir þremur árum þá fékk hann hámarksskammt sem líkaminn þolir þannig að ef hann fær geisla núna þá verður það í mesta lagi tvö skipti.
Prinsinn hitti á pabba sinn sofandi í gær...og leist ekkert á broderinguna og vill meina að doksinn hefði átt að vanda sig betur.
Við tvö fórum svo í kvöld með hamborgara og franskar til hans en þegar hann er farinn að kvarta undan matnum þá er allt á góðri leið.
Ömmusonur fór til pabba síns...áður voru pabbahelgar hvíldar- og tími til að gera allt....í mínu fyrra lífi...en e-ð hefur náttúran ruglast þegar ömmur fara að fá þennan fiðring.....en ég sit á mér og geri ekki neitt.
Víetnamfarinn hringdi inn þær fréttir að hún hefði verið að enda við að borða kakalakka...steikta í sósu..og mamma ég bara verð að prófa allt.
Hvað er allt....og ekki svara þessu sagði ég! Hún fer krókaleiðir að hamingjunni þessi elska og segist vera svo ánægð í vinnunni þar sem hún er að gefa mikið af sér til barnanna en hún er ekki enn búin að ákveða um framhaldið.
Brosið sem þú sendir frá þér kemur aftur til þín. Indverskt spakmæli.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:24 | Facebook
Athugasemdir
yndislegar fréttir doltið dúbíus samt þetta með sjálfsalann, mér finnst þeir ekki svo sexý
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 3.5.2008 kl. 22:52
Sael elsku mamma!! gott ad heyra ad siggi se a bataleid!! mannst ad knusa hann vel fra mer! og oskar... og viktor.. og lata tha knusa thig :) hedan er allt agaett ad fretta bara, sidasti vinnudagur a morgun sem er leidinlegt. gaeti audvitad alltaf verid lengur, en fynnst kominn timi ad hreyfa mig. aetla boka bara opin rutumida til HO CHI MINHs em gildir i 2 manudi, stoppa tar sem eg vil. verd liklega komin tangad eftir manud, en ekkert planad enn eftir tad.... er adalega ad reyna ad komastr ad hvada malariulyf eg tarf (fyrir laos og koambodiu), og HVAR tau eru faanleg... gengur illa.. upps!! reddast... sakna ykkar allra, lofa ad blogga a naestu dogum!!! xxxx
Vietnamfarinn (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 09:06
Frábært að ektamaðurinn þinn sé allur að koma til. Heyrðu var þetta kannski borgari með b.......sósu hehehehehehehe
vinkonan (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 11:39
..Ella mín..ég þarf nú að kíkja betur á þennan sjálfasala..því e-ð var hann að tala um að helv..hefði snuðað sig og þ.a.l.hefði hann ekkert fengið neitt frá honum. Ef satt reynist þá er minn orðin ansi hress:)
Nei vinkona....hann hefur ógeð á þessari B....sósu...hún er bara fyrir mig...svona þegar á að dekra við mig og jafnvel drepa
Inga María, 4.5.2008 kl. 12:12
hehehehehehehehe Veit að hún var til að dekra en alls ekki drepa
vinkonan (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.