5.5.2008 | 12:54
Heima
Það var ánægður maður sem settist upp í bílinn hjá mér í morgun....á leið heim. Dekrið er nú litið hjá frúnni við hann því ég skaust úr vinnu að ná i hann og fór strax aftur að kenna Hann aftur á móti var með plan...ætlaði að ganga út í bakarí og fá sér kleinu, kókómjólk og moggann!!
Svo að það er ekki hægt að sjá á honum að hann hafi verið að láta krukka í sig...hlakkar til að eflast og ná upp fyrra þreki.
Prinsinn sagðist hlakka svoo til að koma heim því pabbi biði eftir honum með e-ð gott og hann vissi alveg hvað það væri ...sem ég veit að er snúður.
Sumir þurfa ekki mikið til að gleðjast
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:29 | Facebook
Athugasemdir
Að hafa pabba heima með snúð er nú toppurinn. Minn prins væri sko alvega sammála því og það er nú alveg heilmikið
Letilufsa, 5.5.2008 kl. 21:55
Yndislegt að heyra! Á þessum bæ er einmitt mikil áhersla á hina daglegu lífsnautn sem felst ekki síst í virkilega góðum kaffibolla og meðlæti úr bakaríinu! Sendi línu fljótlega, þurfum að gefa okkur tíma fyrir kaffispjall sem fyrst - þú ert með símann minn
Vilborg D. (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.