11.5.2008 | 17:18
Með stein í maganum
Lyfjameðferð framundan...næsta hálfa árið. Er hægt að undirrbúa sig fyrir það...eða lætur maður þetta bara hellast yfir sig eins og hvað annað. Ég sem hef verið upptekin af því að taka einn dag í einu en þarf núna að hugsa um næstu mánuðina og forgangsraða upp á nýtt. Er búin að ákveða að minnka við mig vinnuna og en ekki hvort ég færi mig um stað...geri það næstu daga.
Það sem við vildum helst aldrei hugsa um fyrir þremur árum það er orðið að veruleika!
Minn ektamaður tekur þessu með stóískri ró...er aðeins farinn út að ganga og í gær var fyrsti dagur í langri langri hátið hjá þeim feðgum...Landsbankadeildin að byrja og að sjálfsögðu fóru þeir á leik hjá sínum mönnum. Þróttur - Fjölnir.. og gula liðið vann! Ef til væri heilsuhæli fyrir konur eins og mig þá væri ég búin að panta mér meðferð en þangað til þá læt ég mér nægja að panta sumarhús í löngum bunum ..fyrir styttri ferðir og svo horfi ég til þess að eiga góða vini út á landi sem vonandi taka á móti mér með bros á vör.
Þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 12.5.2008 kl. 16:27 | Facebook
Athugasemdir
einn dag í einu ... það tekur á en stundum verður maður bara
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 11.5.2008 kl. 23:52
Tetta lidur allt saman hja mamma min, bara gera eins og hun elin segir, taka 1 dag i einu. eg sendi ter godar hugsanir a fullu hedan!!
sjalf var eg ad enda vid ad losa mig vid hellings verdmaeti. gonguskona mina, pils, dvd myndir sem eg keypti i hanoi. frekar sart tvi var ekki einusinni tungt.... en eg er aum og kraftlaus og turfti ad gera e-d til ad rada vid bakpokann minn. xxx
Katrin (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 05:20
ágætis takmark..hugsa um eina viku í einu...láts sem það sé einn dagur!
Katarína..pakka þér niður í bakpokann og senda hingað heim...mamma nuddar auma vöðva og ber krem á óoooiða
Inga María, 12.5.2008 kl. 09:32
Ég er búin að lesa hér allt sem þú hefur skrifað, margt sem þú talar um þekki ég vel frá mínum börnum.
Mig langar að óska þér og þínum góðs gengis, styrktarkveðjur og hlýjar kveðjur til þín.
Ákvað að bjóða þér bloggvináttu, frá einni móður til annarar móður
Ragnheiður , 13.5.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.