..mín hugsun..

Þjóðhátíðardagur Norðmanna í dag og fyrir tuttugu og fimm árum kom ég yndislegri dóttur í heiminn  með lúðrasveit spilandi fyrir neðan gluggann í litlu þorpi í Noregi.  Hún hringdi í morgun með þá tilkynningu að það væri frábært að vera edrú á svona degi..svona degi..var svolítið ör enda mikið að gera í fundahöldum og samkomum um allan bæ!

Aðrir heimilismenn svolítið að tapa sér og ég þar á meðal.  Það er þetta að geta ekki hætt að hugsa..hugsa um eitthvað sem er lengst inni í framtíðinni en samt hoppar það alltaf upp aftur og aftur. Ég og prinsinn minn fórum í verslunarferð í morgun og gerðum skemmtileg kaup og ég sagði honum pínulitið leyndarmál...sem við tvö stefnum á..svona aðeins til að létta á honum því þessa dagana er hann að upplifa það að allir í fjölskyldunni eru á móti honum, sérstaklega pabbinn  þar sem hann er ekki oft í stuði eins og hann segir að fara út í fótbolta og svo er það ömmusonur sem gerir honum lífið leitt..eða er bara fyrir honum Crying  

Við ætlum að halda upp á daginn með stæl..án afmælisbarnsins en samt að halda upp á daginn..og morgundaginn en þá hefði litli strákurinn okkar orðið 11 ára...InLove

Þar til næst! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knusadu Irisi fra mer :). Allt gott ad fretta hedan, er i Dalat nuna.... hef 2 gaura til a sja um mig, hofum haldid hopin undanfarna daga og e-d adeins lengur...

 Mamma min, tu lemur ekkert Matt... matt bara bjoda honum i kaffi tegar hann kemur til Islands e-rn daginn... ;) xxx

Katrin (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband