25.5.2008 | 17:59
Einn dag í einu...
Mikil ró er yfir okkur hjónakornunum í dag..höfum setið út á palli með kaffibolla og rætt um hugsanlegar aukaverkanir af lyfjameðferð og sumt af því sem við lesum vekur meira að segja upp hlátur þar sem nefnd eru til sögunnar einhver heiti á einkennum sem við höfum aldrei heyrt minnst á áður Við erum að fara á fyrsta reit í lyfjameðferð og verðum að líta á það sem eitthvað nýtt .. eitthvað sem við höfum sannarlega ekki prófað áður. Ekki neitt spennandi en samt..vissa um að þetta geri gagn. Vikan mun örugglega líða hratt því þó ég sé búin að salta ansi margt og setja minn mann nr. eitt þá eru það öll litlu málin sem samt eru ekkert lítill ... svo það að vera kennari....hvað á það að þýða að hafa skólaárið svona langt
Mínir menn á leið á fótboltaleik og ömmusonur að fara á samkomu með mömmu sinni og ég stefni á að ljúka einu svona litlu máli hér í tölvunni.
Þar til næst...hugsið á ljúfu nótunum til okkarFlokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:02 | Facebook
Athugasemdir
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 26.5.2008 kl. 09:22
ffyrsti dagur.....allt í góðu..minn maður búinn að slappa vel af en upplifir svolítið eins og hann sé að bíða eftir einhverju...er svolítið aumur en lét sig hafa það og fór í gönguferð.
Inga María, 26.5.2008 kl. 19:32
Hlýjar hugsanir með þakklæti fyrir síðast og óskir um ljúfan dag.
Vilborg D. (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:28
ég elsla þig mamma
Rakel (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:02
Hvad meinardu med 'UPPS', mamma min?? :) vonandi gengur allt vel tarna heima og er i lagi med alla eftir tennan jardskjalfta. turfti ad fretta af honum fra gomlum kollum fra kenya, eins og algjor kjani. haha. flyg til thailands a manudaginn. xxx
Katrin (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.