10.6.2008 | 08:32
undarlegt allt saman
Prinsinn á fótboltamóti síðustu helgi og við karl og kerling með einn unga fórum á svítuna...sumarbústað KÍ á Flúðum..og keyrðum svo bara á milli. Allir þreyttir enn og vilja helst sofa bara út í eitt. Minn ektakarl tiltölulega hress...en svolítið utan við sig og var stöðugt þarna í bústaðnum að reka tærnar í og endaði með eina klofna..
Ég ákvað í síðustu viku að láta koma aðeins við brjóstin á mér....já já hvað.....bjóst við að gæinn mundi nú segja váaaaa frábær miðað við aldur og fyrri störf. En ég fæ sjáldan svona óskir uppfyltar en samt hann vildi hitta mig aftur....en reyndar senda þessa elskur í myndatöku, ómun og láta svo stinga á annað þeirra. Ill meðferð með gamla spena er það ekki? Fer nú á eftir í þetta verkefni og vona að ég fái fylgdarkonur úr vinnunni ...konur sem ég hef oft og mörgum sinnum rekið í krabbameinsskoðanir á síðustu árunum með góðum árangri...
Ég talaði um það í siðustu færslu að barnaverndarmál væru komin í geymslu hjá mér...en nei nei fékk aðra sendingu um ósk um fleiri upplýsingar um okkur karl og kellu...nú vilja þeir fá lofræður frá frændfólki og vinnuveitendum um okkur og vissu sína um hjúskaparmál okkar. og vita allt um skuldastöðu!!! Ég er eiginlega búin að vera i hláturskasti síðan ég fékk þessa ósk. Sem auðvita mína minningaræðu og læt aðra kvitta undir og þakka mínum sæla fyrir það að hafa dregið karl upp að altari fyrir fáeinum árum. Sjáið þið þetta ekki fyrir ykkur
Þar til næst...
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æj stressandi svona myndatökur...
ekki ætlar barnavernd að hætta ! Undarlegt að þeir geti ekki sjálfir aflað gagnanna ?
Ragnheiður , 10.6.2008 kl. 20:30
Doksi vildi nú ekki stinga..sem betur fer er ekkert óhreint á sveimi í þessu elskum enda erfitt að keppa við minn ektamann um athygli! Barnastofa er bara að fara eftir lögum og reglun..hversu undarlegar þær eru nú og fullt starf að sinna þörfum þeirra!
Inga María, 11.6.2008 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.