12.6.2008 | 17:28
Leynifélagið
Prinsinn minn og ég stofnuðum leynifélag...sem við ein erum í..og markmiðið eitt að njóta þess að vera til og minna hvort annað á hvað við erum æðisleg og jú minna aðra á það líka. Good mood er leyniorðið og nokkrir fundir hafa verið haldnir undir sæng þar sem við hvíslumst á hvað væri skemmtilegt að gera í þessu félagi á meðan aðrir heimilsmenn eru að reyna að sofna.
Fyrsta verkefnið sem við ætlum að hella okkur í er að fara í Koben í næstu viku..og eyða heilum degi í tívolíinu og jafnvel skella okkur til Sweden. Ömmusonur fer til pabba síns á meðan..og minn ektakarl sér fram á góða tíma einn í kotinu. Þreyta farinn að láta á sér bera hjá honum en næsti lyfjskammtur er ekki fyrr en eftir að við komum heim úr þessari leyniferð....en hann mætir í vinnu á hverjum morgni þó hann segist ekkert vera að gera þar..nema vera fyrir!
vi ses
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:40 | Facebook
Athugasemdir
fæ ég ekki að fara með
Rakel (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 01:18
Hvada skilyrdi tarf ad uppfylla til ad fa ad ganga i felagid...? Eg vil vera med!!! vona ad allt gangi vel tarna heima, er i sudur thailandi nuna.. fer til malasiu eftir svona viku (tarf nyja vegabrefsaritun), svo aftur til Bangkok. knusadu alla fra mer og fadu svo oskar til ad knusa tig! xx
Katrin (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 04:24
ulla á ykkur.....það þarf að vera hér hjá múttu sinni.....og vera örlátar á knúsið...en þið bætið það upp seinna...er það ekki?
Mútta (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.