Já..ég er að vinna...

Erfitt er að vera alltaf að svara því afhverju minn karl...er að vinna...jú hann er í lyfjameðferð við heilaæxli en það er ekki enn full vinna að vera sjúklingur fyrir hann og eins er þetta eitt af því skemmtilega sem hann gerir.  Hann færi líklega ekki í vinnu klukkan átta ef Landsbankadeildarleikirnir færu fram á morgnana...og þar með verða dagarnir svolítið langir fyrir mann sem þarf alla sína  orku til að takast á við þetta.  Hann kemur reyndar heim þessa vikuna um eitt og leggur sig....finnur sér eina og eina sudoku til að glíma við ef hann er þá ekki farinn upp á þak að bardúsa e-ð! 

Ógleði og máttleysi að pirra hann en allt er þetta samt enn í minna magni en hann sjálfur bjóst við.  Þeir feðgar valhoppa hér út um dyrnar...dressa sig upp eins og um miðjan vetur..og fara spenntir af stað og í kvöld var það Vals leikur og svo er það seinni hálfleikur hjá stjúpsyninum..og við ömmusonur ætlum reyndar líka að kíkja á þessa föngulegu piltaInLove

Fyrir þá sem eru á ferðinni næstu daga..þá á ég Baileys ostakökur á lager...fyrir  pallakaffi og hugguleg heit! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hann er greinilega dugnaðarjaxl, kallinn þinn.

Hér eru einmitt vegalausir Valsarar búnir að leggja fyrir utan vinnuna mína

Ragnheiður , 24.6.2008 kl. 20:06

2 identicon

Sæl og tak for sidst! Var að komast í netsamband við heiminn aftur eftir nokkurt hlé (allt krassaði!) - gott að sjá að orkan er þó þetta mikil! Ertu kannski til í kaffibolla/hádegisnart einhvern daginn fljótlega? Er í sumarfríi og orðin ástfangin af Íslandi aftur, svo er sólinni fyrir að þakka  Hafðu samband þegar hentar.

Vilborg (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband