Meira flakk

Það er að renna upp fyrir mínum manni að þessai vanlíðan er komin til að vera og ekkert hægt að geraógleði í því annað en að leggja sig oft og lengi.  Hann er líka frekar pirraður yfir litlu vinnuúthaldi og vill meina að hann verði bara að fara fyrr að sofa til að ná upp fyrra þreki.  Mikið væri ég nú ánægð með þá lækningu.

Hann telur vikurnar og það er uppörvandi að hann horfir þó fram á við þó líðanin sé svona slæm.    Prinsinn kvartar mest undan skilningsleysi vinnanna á veikindum pabbans og vill að ég setji upp skilti hvenær og hvenær ekki er leyfilegur umgangur á efri hæðinni svo hann þurfi ekki alltaf að vera að útskýra þetta.

siggi og bolti Boltinn heldur líka mínum manni við efnið og nú þarf að hjálpa prinsinunum að skipuleggja e-ð sumarmót sem hann vill halda hérna úti á lóð og minn ektakarl góður í því og setur sjálfan sig örugglega í dómarahlutverkið.  Prinsinn og vinir hans búnir að útbúa miða sem þeir dreifa til allra þeirra sem þeir vilja að taki þátt og eru þannig staðnir að mismunun innan hópsins sem mútta gamla varð að skipta sér af.   En þetta er skemmtileg hugmynd hjá þeim og vonandi að hún gangi bara upp en þetta er minn prins búin að vera upptekin af síðan í apríl...hugsa og skipuleggja!

 

Ekki mikið að frétta af hinum afleggjurunum mínum.  Fíkillinn minn sem er mikið búin að vera með Guði og Jesú kemur öðru hvoru við en þessi fræði eru að fara með hana þvi það er svo mikið um skyldur og fundahöld að tveir litlir drengir verða svolítið útundan.  Gott mál ef þetta gerir gott en ég heyri á henni að hún er ekki neitt ánægðari, finnur að þetta dregur hana svolítið út í horn frá öllum öðrum og hún þarf að fara að forgangsraða en bara það hræðir hana.

Elsti sonurinn er enn á sömu blaðsíðunni í lífinu...bls. þar sem stendur já ég þarf að fara að finna mér vinnu og á næstu bls. já ég þarf sko að fara að finna mér vinnu,  bókin er gölluð og hvert fer maður þá með hana?  Hann býr í góðu yfirlæti hjá föður sínum og þangað berast ekki umslögin með ósk um greiðslu um hitt og þetta og verst að ég er ekki með arinnWink  En samt sakna ég þessa ruglukolls og kannski sakna ég þess að geta ekki verið honum erfið en vonandi vaknar hann upp!

Heyri ekkert í Víetnamfaranum annað en að hún bara bitin af kónguló, hún var rænd og að pabbi hennar hafi reddað málunum.  Hún liggur llíklega á einhverri ströndinni í hengirúmi og lætur fara lítið fara fyrir sér því nú styttist í það að vinurinn komi frá USA.

Elsti afleggjarinn gerir það gott og er búin að safna fyrir sinni ferð til Danaveldis, góðir menn úr Kiwanis klúbb hér í hverfinu komu færandi hendi heim til hennar sem mér finnst alveg frábært því það að fara heim til hennar fær fólk oft til að sjá hlutina öðru vísi, þú sérð að þarna býr mikið fötluð kona og að þarna er ekkert verið að fela.  Hún er hátt uppi núna þessi kella af ánægju og gleði.InLove

Ég er fara að yfirgefa mína karlmenn og fara á kennararáðstefnu í Danmörku í fimm daga.  Minn ektakarl sér fram á tíma þar sem hann fær að ráða öllu en um leið og hann segir þetta veit hann að ég er búin að gera töflu yfir athafnir strákanna, með matinn til í frystinum og meira að segja búin að redda honum hjákonum til að leita til með öll sín mál.  Hann sér fram á góða tíma og er held ég ánægður yfir því að ég sendi ekki strákana eitthvert annað...treysti á hann þótt minnið sé ansi gloppótt.   Getur meira að segja vel verið að listinn gleymist og maturinn enn í frystinum en þetta hefði ég aldrei skipulagt bara fyrir ári en ég reyni að gera lífið léttara þannig að allir verði ánægðari en sé ekki um að það gangi upp

Þar til næst


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hmmm... eg var EKKI raend mamma min (personulegt met liklegast).... eg tyndi einfaldlega audkennislyklinum minum........

konguloabitid er ad lagast.. en turfti lengi vel ad nudda tad med grofum bursta tar til blaeddi tegar eg for i sturtu.. na ollu utur hudinni. ufff.

snidugt med fotboltamotid, list vel a. og ja, mikid rett, tad styttist i amerikanan, 3 dagar :) eg er i kuala lumpur nuna sem er buid ad vera aedi... en fer til bangkok a morgun.... hef ta tima til ad 'graeja' mig adeins... skella mer i klippingu kannski.... og na sma svefni. tvi a hostelinu sem eg er her faest hann ekki!......

skemmtu ter uti DK mamma min xxxxx

Katrin (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:15

2 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja

Ragnheiður , 29.6.2008 kl. 16:41

3 identicon

buin ad borga HI skolagjold. hef tad fint. bara ad lata vita af mer. xx

Katrin (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband