10.7.2008 | 09:43
no more tears
Stefnan tekin á að hætta þessari sjálfsvorkun því þetta lagðist á alla heimilismenn og minn ektakarl mátti nú ekki við því. Hann er að upplifa mikla þreytu og á erfitt með að sætta sig við hvað hann þarf að hvíla sig mikið. Við hittum doksann í næstu viku og þá viljum við vita hvað kom út úr vefjarannsókninnim en e-ð vill doksinn fara í felur með það. Mitt í allri eymd minni þá rakst ég á kæra sála niður í bæ...sála sem ég hitti um fyrir 4 árum. Gleði..gleði var að hann(hún) er tekinn til starfa aftur og gaf mér þarna tíma Viti menn ef fer bara ekki að birta upp við þetta.
Á morgun fer ég með börn og bú í sumarbústað, mútta mín fær að fljóta með ef hún lofar að halda sig á mottunni varðandi strákana en litli ömmusonur kemur með. Að fara með mömmu og svo þessa flóru af drengjum hefur alltaf verið mér erfitt en hún veit núna að ég sendi hana heim ef þetta gengur ekki upp. Ektakarl og stjúpsonur bætast svo í hópinn og mega vera frjálsir eins og fuglinn og fara þegar þeim sýnist svo...en systkini mín ætla að koma og nú er það víkingaleikurinn sem hertekur fjölskylduna og mitt lið verður að vinna
vi ses
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Innlitskvitt. Gott þar sem þú skrifar einhversstaðar - að setja vandamálin í lítil hólf.
Sigrún Óskars, 12.7.2008 kl. 22:04
Sæl og blessuð nýja bloggvinkona.
Ég varð nú bara snortin er ég sá link inn á síðuna mína undir "baráttujaxlar" hjá þér . Takk fyrir að vilja vera bloggvinur
Munið svo þennan mola elsku hjón: Hálfur sigur vinnst með jákvæðninni
Tína, 14.7.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.