Ekki meiri drullu...

IMG 0029Helgin var góð....að minnsta kosti er ég komin með góða æfingu í að klæða í og úr regnngöllum....í og úr sundskýlum og knúsa svo alla  áður en farið var að sofa.  Vil samt panta minni vætu næst þar sem litlir drengir sækjast í mold og drullu....bara eins og það á að vera.

Hverjir eru bestir.....VIÐ öskra þessir frábæru prinsar.   Þeir settu á svið frjálsíþróttakeppni þar sem ég varð að vera tilbúin með vinninga fyrir fyrsta og annað sætið....auðvitað laumaði amma gamla vinningum fyrir þriðja sætið en það frumkvæði féll ekki í góðan jarðveg hjá hinum sem svo virkilega lögðu sig fram í keppninni en voru ekki að flækjast fyrir!

 

 

IMG 0042 Mitt lið var ekki með marga vinninga í víkingaleiknum og ég er viss um að systkini mín eru að æfa sig núna fyrir næstu lotu.  Það var alveg sama í hvaða liði ég var í....ég gat ekki hitt spýturnar.  

Minn ektakarl gerði sitt í að reyna að fá stig fyrir tilþrif en það dugði lítið.       Þá er betra að hann sitji bara við grillið og láti sem hann sé að fylgjast með steikingu...og veðurathugunum með vissu millibili Grin

 

 

IMG 0034

 

 

 

 

 

Hér sofa núna sjö sprellar...elsti sonurinn fékk..já hann fékk að koma heima í nokkra daga á meðan pabbi hans fer á flakk og viti menn drengurinn Wink tvítugur..mætti í vinnuna í morgun sem hann réð sig í fyrir um 7 vikum.  Kraftaverk gerast og kannski í þetta sinni gerast þau hægt!  Stjúpsynir og ömmusynir eru hér um allt hús og svo er prinsinn minn kominn upp í á milli mömmu og pabba. 

  Ég hlakka til að sjá þá allflesta trítla af stað í vinnu í fyrramálið...ég ætla að njóta dagsins!

Þar til næst 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband