Lifum í samræmi við það sem okkur er gefið

feðgarÞriðja lota í lyfjameðferð að byrja og við hittum doksann í vikunni sem leið.  Hann virtist ánægður með hvernig minn ektakarl tæki lyfjunum og þá horfði hann á aukaverkanir sem eru þolanlegar og það er það sem er að gera minn mann svolítið ruglaðan.  Allir tala um þvílíkar aukaverkanir af lyfjum og það sést langar leiðir að viðkomandi er veikur.  Minn maður mjög slappur og utan við sig en það er ekki fyrir alla að sjá.  Hann hittir marga sem spyrja um veikindi og sumir tala um hvað hann líti nú vel út og minn maður segist oft vera í vandræðum við að segja hvað sé að honum...og þá notar hann oft orðið...bara..bara æxli eða bara í lyfja meðferð.   Við ræddum svolítið um hugtökin æxli og krabbi og það að ef við nefnum æxli þá virkar það mýkra á marga en ef við segjum krabbamein.   Svo nú á ég ektakarl með heilakrabbamein!

 

Hér eru þrjár kynslóðir minna manna að horfa á prinsinn spila fótboltaleik á Akranesi og daginn eftir spilaði stjúpsonurinn bikarleik hér í voginum og á aðalvellinum...og hann skoraði eina markið í leiknum.  Mín hoppaði af kæti því ég er að rembast við að vera góða stjúpan, gefa honum gott að borða og dæla í hann visku minni um allt og ekkert.  Kalla það góða fjárfestingu.

Fíkillinn minn ætlar sér  augsýnilega alla leið..og þá verstu sem er hægt að spinna upp svona eins og eftir  handriti af lélegri bíomynd.  Þar er það sori landsmanna sem koma við sögu, lögreglan og handjárn, lyfjaflokkarnir eins og þeir leggja sig og svo er reynt að skrölta upp á Vog svona til að minna á sig.   Ég er  í hlutverkinu ungamamma því ef henni dytti i hug að kíkja hingað þá vil ég ekki að neinn ungur maður opni fyrir henni og sjái ástandi eins og það er verst.   

Hetjan mín er á leið til Danaveldis og spenningurinn er að fara með hana...vika í þetta en hún er byrjuð að pakka og búin að panta eina kaffihúsaferð með múttu sinni áður..InLove  Hún er yndisleg.  Brjálæðingurinn  minn í Víetnam er tröllum gefin, símalaus en ætti að vera farin að undirbúa heimferð.  Er á leið í HÍ...sálfræðiskor sem ætti að vera búbót fyrir þessa fjölskyldu Grin....gott ef einhver væri til að mennta sig í nuddi...og koma við á pallinum hjá mér svona við og við.

Þar til næst...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Stundum verð ég orðlaus á síðunni þinni. Þú hefur fengið erfiðar byrðar að bera en einhvernveginn virðist þú bera það. Ég dáist að þér.

Vonandi gengur allt vel hjá ykkur öllum.

Fyrirgefðu hversu undarleg athugasemd þetta er, ég er bara ekki að ná að skrifa neitt vitrænt

Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 10:40

2 Smámynd: Inga María

Takk fyrir það Ragnheiður...einhver hefur gefið vitlaust út...

Inga María, 20.7.2008 kl. 10:50

3 Smámynd: Ragnheiður

Já það er sko alveg satt, hérna er sko vitlaust gefið.

Ragnheiður , 20.7.2008 kl. 11:01

4 Smámynd: Inga María

En samt..ég er með öll mannspilinn á hendi og þau eiga að gefa best!

Inga María, 21.7.2008 kl. 08:38

5 Smámynd: Íris

hæhæ

Ætla að reyna enn einu sinni hvort ég get sent inn athugasemd.

Annars veistu að ég er alltaf til fyrir ykkur. Hugsa til ykkar allra.

Íris, 21.7.2008 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband