23.7.2008 | 23:22
Halda í vonina
Aftur, aftur og svo miklu meira.
Alltaf á leið niður, langt niður.
Við erum hér, alltaf til staðar
Hjörtu okkar slá í takt
Þú veist að við finnum til.
Það eykur þína vanlíðan
Ef eitt faðmlag gæti lagað,
bætt og aukið von.
Við erum hér, alltaf fyrir þig.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Það verður alltaf að halda í vonina mín kæra...
Knús til þín og þinna
Ragnheiður , 23.7.2008 kl. 23:29
Oft er vonin það eina sem maður á eftir.
Ásdís Sigurðardóttir, 23.7.2008 kl. 23:30
Um vonina:
http://vilborgd.blogspot.com/2007_06_01_archive.html
Fer svo ekki að verða kominn tími á kaffispjall, mín kæra? Búin að fara austur og vestur, held mig nú í naflamiðjunni
...Vonin er í biðinni – eftir niðurstöðum úr rannsóknum, eftir læknisviðtölum, eftir því að líkaminn grói sára sinna og sálin tendrist á ný. Að vona er að feta línuna á milli stöðugra skoðana og innrása og þess að lýsa því yfir að nú sé nóg komið; ekki meira, ekki núna. Vonin um að lifa af er ekki eina vonin; oft á tíðum er það ekki einu sinni helsta vonin. Við vonumst eftir að verða ekki hömluð. Að vona er að vita að einhver leggur sig fram um að hjálpa, að fjölskyldan er aldrei langt undan, að kerfið ber umhyggju fyrir okkur, að við njótum bestu tækni sem völ er á og þess besta sem býr í manneskjunum. Að vona er að vera sinnt af fólki sem skilur að umhyggjan skiptir máli, óendanlega miklu máli....
Vilborg (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:24
þetta er allt sem segja þarf.. lífið og það óumflýjanlega!
Inga María, 24.7.2008 kl. 22:58
Fallegt og rétt, maður á alltaf að halda í vonina. Takk fyrir innlitin á síðuna mína og gangi þér og þínum vel.
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.