27.7.2008 | 23:56
í skotgröfunum
Veit að ég er á fullu ofan í djúpri holu þar sem allir moka yfir mig en ég tók þessa ákvörðun um að fara þarna ofan í....og vinn mig upp...ask...hafi það!
Ef ég ætti eina ósk þá væri óskin sú að hafa fleiri hendur en hér eru aðeins of margir einstaklingar sem þurfa faðmlag og styrk að ég er varla að standa mig.
Fíkillinn min komst ekki að á Vogi í vikunni, henni var vísað í fangageymslur því þar ætti svona veik manneskja heima. Skil alveg að þeir vilji að hún sanni sig en ef svona veik manneskja getur það sjálf og án hjálpar þarf hún þá nokkuð að komast þar að eða aðrir yfirleitt. Kerfið er ekki hannað fyrir aðra en þá sem eiga aðra að, einhverja sem eru til í að borga þúsund krónurnar fyrir mínútu samtal dag eftir dag upp á Vogi ...já til að sanna sig og til að skutla sér upp á Vog til að láta sjá sig. Sjáið þið veikan fíkill taka strætó fram og tilbaka til að láta sjá sig og sanna sig. Auðvitað mundum við vilja sjá það gerast en ekki er það ég sem er að sækjast eftir því að hún komist þar að. Hún er að gera það sjálf og þarf aðstoð við það.
Svo má ekki gleyma kerfinu þar sem maður þarf að þekkja mann til að komast fyrr að!
Er núna reyndar farin að efast um að geðheilsa mína haldi yfir öllu ógeðinu sem ég hef heyrt í samræðum mínum við hana, ógeð sem flestir vilja loka augunum fyrir en þarf að taka á en ekki eins og það sé eitthvað nýtt bara ég að vakna aftur inn í gamla draum.
Eins var ég að velta þvi fyrir mér að ég treysti eiginlega engum lengur til að tala við, lögreglu eða ráðgjöfum. Þetta kemur alltaf aftan að manni aftur.
En í skemmtilegar sögur, hetjan mín er að fara til Danmerkur í fyrramálið og þar er manneskja með allt á hreinu og veit hvað hún vill. Fór til hennar og hélt að ég ætti að pakka niður fyrir hana en nei nei hún var búin að redda því og vildi bara fá að tjatta við múttu sína. Reynar er seinkun á fluginu sem gerir mína frekar stressaða en hún fær að sofa lengur út..horfa á það jákvæða.
Þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt 28.7.2008 kl. 00:04 | Facebook
Athugasemdir
hae hae. hef ekki mikin net tima. bara ad lata vita : komin med flug heim, lendi 23:10, 23 agust. er ad hugsa til tin elsku mamma sjaumst xxxxxxxxx
Katrin (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 08:59
....við táruðumst báðar mæðgurnar þegar svarið var ..þú mátt koma inn núna. Losnaði um krumluna inn að hjarta
Inga María, 28.7.2008 kl. 10:23
Haltu fast í vonina, bjartsýnina og jákvæðnina Inga mín. Þessi atriði koma þér og þínum í gegnum þetta. Elsti minn var fíkill líka, þannig að ég veit hvað þú ert að ganga í gegnum.
Sendi á þig alla þá orkustrauma sem ég á til krútta. Ekki gefast upp.
Tína, 28.7.2008 kl. 12:38
Æj þetta kerfi er svo hræðilega svifaseint...það er ömurlegt alveg. Þau eru orðin svo fárveik þessi grey...
Netknús á þig Inga mín
Ragnheiður , 29.7.2008 kl. 12:50
Hvað er hún gömul?? á fíkil sem er ekki í neyslu núna hefur verið hreinn síðan 21.nóv. vertu í bandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 29.7.2008 kl. 15:38
Maddý (IP-tala skráð) 29.7.2008 kl. 22:54
Takk stelpur..af voninni og tilhlökkun fyrir morgundeginum á ég nóg af.
Fíkillinn minn kominn inn og við hin að reyna að feta okkur aftur á einhverja venulega leið, anda og njóta
Inga María, 30.7.2008 kl. 00:20
kidda, 30.7.2008 kl. 09:36
Gott ad heyra ad hun hafi komist inn... :) en hva, viltu mig ekki heim strax..? xx
Katrin (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 10:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.