2.8.2008 | 12:01
Að geta gleymt sér
Mér fer fram í að aðlagast nýjum hlutum! Eins gaman sem mér þykir að bjóða fólki í mat þá er það merki um ellihrumleika að gleyma þvi að ég hafi boðið einhverjum í mat. Tíminn líður bara...á brott..furðuhratt að allt einu er klukkan það sem ég sagði gestum að mæta og ég bara í kaffispjalli út í bæ. Broslegt er það því ég ætlaði að bera fram jólamat sem tekur smá undirbúning og minn maður jú var búin að sjóða kartöflur en annað var mitt að gera en gestirnir verða erlendis um jólin þannig að ég ætlaði að láta jólastemmingu svífa hér yfir. Jú jú ekki vantaði það að þau voru róleg, mætt á staðinn enda vön ýmsum uppákomum þegar þau mæta hingað en ég notaði töfrasprotann og forrétturinn kom fljótlega....tveir tímar í skinkuna...og svo var endað á himneskum eftirrétti og allt undir fallegri jólatónlist. Góð vinkona úr næsta húsi mætti og gerði grín að þessu öllu en eins og stjörnuspáin segir til um í dag þá er gott að eiga góða vini.
Samskiptastíll þinn er fljótandi og fólk skilur þig án mikillar fyrirhafnar og margra orða. Þú treystir þvi að það vitir hvað þú meinar og flækir ekki málin.
Allan tímann var hægt að sitja úti, veðrið yndislegt og þetta var frábær kvöldstund þrátt fyrir engan undirbúning sem ég er yfirleitt best í.
Minn ektakarl núna á hnjánum að bera á pallinn eða koníakstofuna hans eins og hann vill meina að pallurinn sé..ekki það að hann drekki það eðalvín heldur að þetta er hans griðarstaður. Er búinn að vera hress og alltof duglegur eða of hlýðinn eins og vinirnir segja...en hvað get ég sagt..þetta er yndislegur karl sem ég á.
Þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Góður eiginmenn eru það besta sem gefst í þessu lífi, næst á eftir góðum foreldrum sem tróna í efsta sæti hjá mér. á rauðu ljósi gott hjá þér að halda þessa veislu, maður á sko að gera það sem maður vill.
Ásdís Sigurðardóttir, 2.8.2008 kl. 15:32
Bíddu áttir þú ekki að bera á pallinn???????????????
Góður eftirréttur hmmmmmmmmmmm og ennþá betra hvítvín
Íris, 3.8.2008 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.