9.8.2008 | 13:50
flug ...ekki flug..er flug?
Helgi eftir helgi heyrir ég um seinkanir á flugi hjá Express Og mér er farið að objóða. Auðvita verða seinkanir hjá öðrum flugfélögum það skilja allir en getur þetta talist vera innan þess sem er eðlilega mikið?
Þegar hetjan mín fór út þá var ég búin að undirbúa hana um að um seinkanir gætu að orðið á fluginu Fötlun hennar er þess eðlis að það tekur allt frekar langan tíma og aðstoðarmaðurinn þarf að hlaupa til ef breyting verður. Aðstoðarmaðurinn fékk sms um það að þau ættu að mæta klukkan þrjú..hm þrjú hugsaði hann er þá verið að flýta fluginu og fékk nett stress kast. Hringdi í mömmuna..mig..og ég sá það að þrjú..þýddi fimmtán! Hetjan mín náði þessu og um leið nokkrum tímum í svefn sem var jú jákvætt en verður mjög spastísk og stíf þegar ferðaplön breyttast svona.
Heimferðin var enn þá meira ævintýri...flugið átti að vera 21.30 en þau fengu að vita að það yrði seinkun til 03:00 um nóttina. Hér heima á textavarpinu var þessu flugi nú bara þurrkað út og á Kastrup.dk var því canselled! Þetta voru þau búin að heyra um og ákváðu að redda sér hótelplássi...treystu sem sagt að þetta yrði í lagi þegar þau mættu morgunin eftir.
Ekkert númer er hægt að ná í hér á Íslandinu varðandi Express seint á kvöldin..en þau voru með dansk númer sem hringdi alltaf út.. og ég hugsaði jú jú þau redda þessu. Það gerir það nú engin að gamni sínu að drusla manneskju í hjólastól, ferðatöskum í massavís og svo með fullt fangið af brothættum munim merktum danaveldi ..ekki beint fyrir einn mann!
En áður en ég lagði höfuðið á koddann þá ákvað ég að hringja í einn vanan ferðalögum..og svarið var þau verða að fara út á flugvöll til að vita hvenær þau eigi þá flug annars er ósvíst um að þau fái flug..nema greiða fyrir það aftur.
Svo ég hringdi í aðstoðina og skipaði þeim pent að fara út á völl...að ef ég réði einhverju þá væri það þetta. Þau fóru ..og hringdu litlu seinna með þau boð að það væri flogið heim um þrjú!
Keflavíkurflugvöllur er ekki með uppýsingasíma, ekki Express, stelpurnar á 118 orðnar á ástandinur og við kúnnarnir hugsum bara að þetta kemur ekki fyrir mig. Vöknum og veltum þessu fyrir okkur!
Fjöldi farþega Iceland Express bíður í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er ótrúlegt ...eins gott að þú hafði vakandi auga með þessu.....
Mér finnst það vera alfarið á ábyrgð flugfélaganna að auglýsa hvenær flug eigi að vera og ef seinkun er mjög mikil verða þau að redda gistingu (og greiða fyrir hana) og tryggja það að allir fái þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Að vera með númer sem hringir út...er ekki mjög traustvekjandi og í raun algerlega óásættanlegt.
Anna Þóra Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 19:13
Þetta er ógtrúlega mörg vandamál hjá þeim á stuttum tíma, vonandi fer þetta að lagast farþeganna vegna. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 22:04
Svona er bara óréttlæntanlegt með öllu. Samt komast þeir alltaf upp með þetta. Gott þú hafðir vakandi auga með þessu.
Knús á þig yndislegust og takk fyrir falleg orð í minn garð á síðuna mína.
Tína, 10.8.2008 kl. 08:50
er að lofa sjáflri mér að hverfa ekki af landinu brott...fer þá með bát, geimflaug eða í huganum. Það er líklega best
Inga María, 10.8.2008 kl. 09:16
Tímaplön eru ekki að standa og liklega verður minna um flug í vetur á vegum express félaga! Slæmt fyrir mig sem stóla á flug á milli Alc og Kef ...
Vid þurfum að galdra saman!
www.zordis.com, 10.8.2008 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.