17.8.2008 | 23:22
heilaþvottur óskast
Nú er allt að gerast í mínum haus..ég að fá nóg af öllum heimilismönnun sem alveg nýtt fyrir mig.
Minn ektakarl að byrja fjórðu lotu í lyfjagjöf á morgun og hefur verið einstaklega utan við sig og farinn að loka á allt og alla. Best hefur verið að útiloka það með því að hverfa á brott og þar hefur leynifélagið sem ég og prinsinn erum í verið ansi dugleg að bralla saman. Ömmusonur fór til pabba síns í nokkra dag og við náðum í hann til Grindavíkur í dag en þar er pabbinn og litli ömmusonur nýfluttir og allt að ganga upp hjá þeim.
Fíkilinn minn að koma út á morgun en fer ekki áfram fyrr en eftir tíu daga..langir dagar þeir!
Svo er hetjan mín, brjálæðingurinn að koma frá Víetnam!!! Eins og strákarnir segja þá koma pöddurnar með henni heim og heimta að hún pakki upp úr töskunum út á palli...frekar mikið hræddir við allt sem er með fleiri fætur en fjórar. 'Eg efast nú um að hún komi með einhverja tösku heim þar sem sögurnar af henni segja að hún hafi selt allt sem einhver fengur var í vegna þyngdar við að bera.
Svo það eru einu sinni enn svona litlir hvirfibylir að eiga sér stað ..í mínum kroppi. Held höfði því ég veit að það kemur dagur eftir þennan dag. En gott væri að geta skipt um haus svona eftir veðri og vindi.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:30 | Facebook
Athugasemdir
farðu í sund með litlu strákana og buslaðu, hreinsar áruna og er fínasti heilaþvottur
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 17.8.2008 kl. 23:55
Skil þig, en veit að þú stendur þetta af þér, þetta verða erfiðir 10 dagar.
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 00:07
You can do it!!!!!!
Sendi þér 1000 orkustrauma og gott betur en það. Taktu rúnt austur ef þú ert alveg að fríka út og ég skal gefa þér kaffi og með því. Skal meira að segja skella í vöflur fyrir þig. Grínlaust.
Knús á þig sterka kona.
Tína, 18.8.2008 kl. 08:17
Já ég lærði nýtt orð í morgun....hörmungarhyggjan sem ég hef verið upptekin af...en eitt stórt strokleður og auðvitað verður þetta ekkert létt en hver lofaði þvi hvort sem er. Takk stelpur!
Inga María, 18.8.2008 kl. 12:33
Tek undir þetta með sundið, gott að synda inn í hugarróna þegar hvirfilbyljirnir dynja á. Svo er það gamla ráðið: Einn dagur í einu, einn klukkutími í einu. Og ekki er þessi frasi verri til að kyrja með sjálfri sér þegar konu finnst heimurinn á haus: ,,Einnig þetta líður hjá." Kærleiksknús.
Vilborg (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 13:18
Kæra móðir, vona að dóttir þín standi þessa 10. daga af sér og nái að breyta veikleikum sínum í styrkleika og að samúðin verði förunautur hennar. Vona einnig að hún hafi Kærleikann að leiðarljósi og noti orku sína í að reyna að finna merkingu í lífinu. Kveðja inn í daginn. Guðný.
Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.