18.8.2008 | 17:35
Áfram inni
Fíkillinn hringdi inn þær fréttir að alvarlegt kvíðakast ...hefði hertekið hana og ráðgjafar og læknir vildu að hún væri einhverja daga enn. Líðanin ekki góð og ég heyri að margt sem er að trufla hana enn. Gott mál að einhverjir séu til sem vilja ekki henda henni út.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru eiginlega góðar/vondar fréttir, þá verða færri dagar sem hún er úti, áður en til framhaldsmeðferðar kemur. Hugsa til þín
Ásdís Sigurðardóttir, 18.8.2008 kl. 17:48
Mér finnst þetta vera góðar fréttir ...þetta brúar betur bilið hjá henni og hún er undir handleiðslu fagfólks
Ragnheiður , 18.8.2008 kl. 17:58
Guð sér um sína, þó hann þurfi að útdeila kvíðaköstum til þess :)
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 18.8.2008 kl. 19:51
Tek undir það sem Elín segir hérna. Þetta á allt eftir að ganga vel elskan mín. Mundu að þú ert ekki ein, notaðu okkur hérna ef þú getur og vilt.
Guð geymi þig hetjan mín.
Tína, 20.8.2008 kl. 06:21
hae elsku mamma min. ekki viss um ad eg komist i sima i dag.. vildi bara segja innilega til hamingju med daginn...!!!!!! vid sjaumst fljotlega! xxxxxxx
katrin (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 06:37
Áttu afmæli?????
Tína, 20.8.2008 kl. 07:05
Til hamingju með daginn.
Fékkstu köku???????
Íris, 20.8.2008 kl. 16:21
..köku ..já og blés á þrjú kerti..þrjú ári í fimm tugi...tuttugu ár í að verða löglegt gamalmenni. Er komin heim eftir góða fundi og miklar ákvarðanir.
Ella: Mikið vildi ég að hann Guð mundi nú vera duglegri við að útdeila svona glaðningum...
Inga María, 20.8.2008 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.