29.8.2008 | 15:55
Lífið...fer í hring
...Hér eru allir við góða heilsu og jafnvel meira en það. Allt gengið upp sem átti að ganga upp...annað látið liggja á milli hluta. Auðvitað get ég haldið úti bloggi þó að heimasætan sé komin heim og fái fréttir í æð þessa dagana...prófa það að minnsta kosti.
Minn ektakarl alveg þolanlegur þreyttur og slæptur en á fullu í heimilsstörfum þannig að vinkonur eru grænar af öfund. Er að hugsa um að gera hann út, leigja og fá smá pening í vasann. Vinkonurnar halda að ég sé e-ð verri þegar ég segi að stundum fæ ég bara nóg því engin er friðurinn fyrir tuskunum eða ryksugunni. Þetta er hans lækning við pirring og kvíða.
Fíkillinn fékk að gista á meðan beðið er eftir Víkinni...fer á sunnudag...auðvitað erfitt fyrir alla en þetta hefur bara verið gæðatími held ég...en ég tel auðvitað dagana þar til hún fer og allt fer aftur í jafnvægi...ef það er þá til. Sem sagt ekki fallin en það hefði ekkert komið mér á óvart miða við hennar neyslusögu og hún hefur komið ..á óvart þessa dagana. Ömmusonur tekið þessu bara vel og veit að hún er að fara aftur á spítala. Hún leigir bróður sínum íbúðina en hann er í erfiðum málum með sína neyslu og sín mál þó hann stundi vinnu.
Heimasætan...yngsta dóttirin er komin heim frá suður Asíu. Þar sem ég stóð til hliðar við útganginn út á Keflavík og sá þessa elsku koma með bakpoka á bakinu sem bæði dróst eftir gólfinu og var hærri en hún þá var ég viss um að nú væri ég að sjá ofsjónir. Þessi kelling sem varla gat ráðið við pokann áður en hún fór út, datt alltaf aftur fyrir sig og þurfti að hafa hann ansi léttan...kom þarna arkandi í allt of stórum skóm vegna sára á tánum. Kóngulóarbit, sveppasýking, exem og svo spastísk í öllum liðum. En mikið er gott að hún er komin heim..og það fyrsta sem móður hennar gerði var að ýta henni inní sturtuna og heimta allsherjar þvott. Ein alveg viss um að allar pöddur kæmu heim með henni.
Afflegggjarnir mínir vita það nú að um leið og þeir fara út af heimilinu núna ...þetta árið...þá verður ekkert pláss fyrir þá aftur. Bara fara að fljúgja sjálfir án múttu hjálpar. Sonurinn farinn...fíkillinn að fara....og ef heimasætan ætlar að leggja aftur í svona ævintýri þá flytja gömlu hjúin á meðan í einn lítinn, pínulítinn kofa þar sem pláss verður fyrir tvo litla prinsa.
Þar til næst
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hehe bara skellt í lás um leið og þau þramma út...en hvað ég skil það hehe.
Gott að hún skilaði sér heim, sú stutta með stóra bakpokann
Ragnheiður , 29.8.2008 kl. 19:01
gott að heyra góðar fréttir
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:29
Það er ákveðinn áfangi að koma þeim út úr hreiðrinu. Vona að allt gangi vel næstu daga mín kæra. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 01:56
Vandamálið er að þau koma alltaf aftur Annars er ég reyndar búin að tilkynna börnunum hvað ég ætla að gera við herbergin þeirra um leið og þau eru farin . Að vísu vita þau að þetta er bara í nösunum á mér þegar ég spyr þau sárasaklaus "hvenær er það aftur sem þið flytjið að heiman?"
En það vona ég að fari nú að róast í kringum þig vinkona og ég skil vel hvað þú átt við með að þú fáir stundum nóg af tuskunum út um allt.
Ég dáist að þér elskan mín.
Vonandi áttu góða og rólega helgi framundan. Megi allar góðar vættir vernda þig og geyma.
Tína, 30.8.2008 kl. 08:12
Takk fyrir síðast, þú minnir mig mjög á Ingu vinkonu mína og mig langaði bara að knúsa þig! Sé eiginlega eftir því að hafa ekki látið útlendinginn í mér ráða og smellt þig kossi á kinn.
Gangi ykkur allt á besta veg
www.zordis.com, 1.9.2008 kl. 20:44
Mikið máttu vera stolt af stelpunum þínum öllum saman, nú er bara að sleppa tökunum og leyfa henni Guði að sjá um það sem er ekki á valdi foreldranna Sýnist þér reyndar ganga það bara bærilega - heyrumst endilega við tækifæri þegar um hægist
Vilborg (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 22:22
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 23:10
já verst hvað hreiðrið er alltaf tilbúið að taka á móti...Ásdís!
Þórdís....við knúsumst bara næst...
Vilborg...skellihlæ af tilhugsununni um hana Guð....
Elísabet...vertu áfram sterk!
Inga María, 3.9.2008 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.